Heimilisritið - 01.03.1947, Page 30
Dunkirk var þýðingarmikil borg
fyrir Frakka. Leifarnar af Sjöunda
franska hernum héldu henni til
hins síðasta. Það var ákveðið að
Fyrsti franski herinn skyldi halda
inn á vestra helming varnarsvæð-
isins til hinnar miklu útborgar
Dunkirk, sem kölluð er Malo-les-
Bains.
A meðan þetta lið var að koma
sér fyrir í varnarstöðvum sínum,
voru þeir hlutar Meginlandshers-
ins, sem minni þörf var fyrir, flutt-
ir til Englands.
En samtímis þessu létu óvinirnir
einskis ófreistað til að brjóta nið-
ur varnir okkar til hliðanna, að
sprengja framvarnirnar, og að
eyðileggja varnarmátt okkar með
loftárásum.
Þá daga, sem brottflutningurinn
stóð, var vörn beggja fylkingar-
arma og framliðsins með þeim á-
gætum, að hún er eitt hið allra
mesta hérnaðarafrek, og án hennar
hefði verið ókleift að skipa út her-
liðinu.
Ekki er viðleitni flughersins, til
að halda sprengjuárásum óvin-
anna í skefjum, síður stórfengleg.
Mjög snemma í þessari viður-
eign höfðu óvinirnir gert flugher
okkar ómögulegt að nota nokkurn
flugvöll norðar en sem svaraði
breidd Abbeville. Þetta gerði
sprengjusveitum okkar lítið til, en
það var mjög alvarlegt fyrir hin-
ar skammfleygu orustuflugvélar.
Þær urðu því að hafa, aðsetur í
Englandi, og gátu ekki staðið nema
stutt við yfir Frakklandi í hverri
ferð.
Sumir höfundar hafa skrifað, að
þeir hafi sjaldan orðið varir við
orustuflugvélar okkar á meðan
þeir voru við Dunkirk, enda þótt
þeir sæu daglega fjölda af óvina-
flugvélum. Það er rétt að flugmenn
okkar voru alltaf liðfærri en ó-
yinirnir, en hinar hetjulegu og
happasælu tilraunir þeirra til að
hindra sprengjuárásir óvinanna, er
ein af dásemdum þessa tíma.
Lesandinn áttar sig á því • við
smávægilega umhugsun, að til-
raunir til að hindra sprengjuárásir
verður að gera no'kkrum mí'lum
frá því skotmarki, sem að er stefnt,
það er að segja, löngu áður en flug-
vélin er komin í aðstöðu til að
varpa sprengjum sínum með
nokkrum árangri.
Aðalsprengj uvarnir Dunkirk-
strandanna voru loftvarnabyssur í
fjörunni eða þar í grennd.
Sprengju- og orustuflugsveitir okk-
ar ásamt könnunarflugvélunum
reyndu alltaf að ráðast á og dreifa
óvinaflugvélum löngu áður en þær
náðu til strandar. Auðvitað varð
árangur þeirra mestur, þegar þær
voru fjarri augsýn þeirra manna,
sem biðu í fjörunni.
Þessa níu daga, skutu flugmenn
okkar niður eða eyðilögðu á ann-
an hátt 377 óvinaflugvélar, en
28
HEIMILISRITIÐ