Heimilisritið - 01.03.1947, Side 16

Heimilisritið - 01.03.1947, Side 16
urnir voldug og ótrúlega áhrifa- mikil samtök, sem starfa á fast- skipulagðan hátt að því að við- halda og útbreiða skækjustarf- semi“. Og hún gerði ekki mikið úr þeirri fullyrðingu Pegeots að stúlkurnar réðust til þessarar atvinnu af frjálsum vilja. „Sannleikurinn er sá, að hóru- húsin launa sérstaka starfsmenn til þess að leiða ungar stúlkur á villi- götur“, sagði hún; „og þeir koma af stað heilum áróðursherferðum með því að múta læknum og vís- indamönnum til að skrifa til hags- bóta fyrir „hóruhús undir opin- beru eftirliti“. Nú á tímum eru hóruhúsahald- ararnir orðnir aðalmennirnir á svarta markaðinum. Þeir hafa víkkað starfsvið sitt og eru farnir að selja smjör, silkisokka og jafn- vel penisillin. Ég veit um einn eiganda, sem býr með fjölskyldu sinni í höll uppi í sveit. Hann eys góðgerðum yfir þorpsbúana í nágrenninu og kemur sjálfur ekki nálægt þeirri starfsemi, sem veitir honum auð- ævin. Margir aðrir. stórir hluthaf- ar láta sig ekki dreyma um að koma nálægt hóruhúsi. En þeir fara til kirkiu við öll tækifæri. Persónulega hafa mér verið boðnar mútur, samtals margar milljónir franka. ef ég vildi hætta þessari baráttu. Og ég get fullviss- að yður um það, að jafnvel nú, enda þótt hóruhúsunum hafi verið lokað samkvæmt lögum, eru eig- endurnir fúsir til að verja obban- um af þeim feikna auðævum, er þeir hafa safnað, til þess að koma sínum málum fram“. Eftir boði Pegeots — með kynn- ingarbréf til vissra „frúa“ — heim- sótti ég þrjú „hús“, sem hann full- yrti að væru einkennandi fyrir hin- ar þrjár tegundir, sem þessar stofn- anir skiptust í.. Þar fann ég hinn skipulagða saurlifnað og þá niður- lægingu, sem madama Richard hafði talað um. Fyrsta heimsóknin var í eitt Maison d’abattage — orðrétt þýð- ing „sláturhús" — nálægt hinum fagra St. Martins-skurði. Ég gekk inn og stóð þegar augliti til aug- litis við margar stúlkur, sem sátu þar í tóbaksreykjarskýi. En þeg- ar augu mín höfðu vanizt reykjar- þykkninu betur, kom ég auga á karlmennina, sem sátu reykjandi við víndrýkkju — viðskiptavinirn- ir voru flestir negrar og arabar. „Frúin“ var elskuleg og fylgdi mér um húsakynnin, barinn, borð, stofuna, sjúkrastofuna, þar sem stúkurnar voru skoðaðar einu sinni í viku, og herbergin á efri hæðinni, en þau líktust mest fangaklefum. „Þetta er í rauninni líkt og í ung- meyjaskóla“, sagði hún. „Stúlkun- um er bannað að drekka og vinnu- tími þeirra er ákveðinn“. 14 REIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.