Heimilisritið - 01.03.1947, Síða 17

Heimilisritið - 01.03.1947, Síða 17
í þessum „sláturhúsum" er gjaldið tæpar 4 krónur fyrir her- bergi — ásamt meðfylgjandi kven- manni. — Og stúlkurnar þar kemba ekki hærurnar að því er skýrslur herma, þær deyja flestar innan skamms úr allskonar sjúk- dómum, sem þær fá við „starf“ sitt. Næsta heimsókn var í stofnun af miðlungsgerð, einkum ætlað virð- ingarverðum, kvæntum skrifstofu- mönnum, umferðasölum og öðrum slíkum. Þarna voru góð húsgögn, þó ekki beinlínis smekkleg. „Hér“, sagði „frúin“, „geta við- skiptavinirnir virt stúlkurnar fyrir sér gegrium glerhurð, án þess þeir sjáist sjálfir. ,.Gjaldið“, sagði hún, „er kr. 3.50 í leigu fyrir herbergið og kr. 16.50 í ;,þóknun“ til stúlk- unnar“. í þriðju stofnuninni, sem Pegeot hafði með stolti kallað „dýrasta hórulnis í París, ef til vill í öllum heiminum"1, var tekið kuldalega á móti mér. „Frúin“ var stutt í spuna við svo óarðbæran gest, og ég fékk ekki aðgang að öllum sal- arkynnum hússins. Þarna var skrautlegur bar, slagharpa, pallur fyrir hljómsveit, þykkar gólfá- breiður, lyfta og skiptiborð fyrir síma. Öll smáherbergin uppi voru skrej’tt á sérkennilegan hátt, æv- intýralega útbúin í þeim tilgangi að gera skipulagðan ólifnað sem eftirsóknarverðastan. Eitt herberg- ið táknar járnbrautarklefa með glugga á veggnum og fram hjá glugganum rennur ræma af lands- lagsmálverki, eins og maður væri á ferðalagi. Annað var útbúið eins og eskimóakofi; þriðja eins og veiðimannatjald, og eitt var eins og kofi á sjávarströndu. Hér var gjaldið 13 krónur fyrir herbergið — og kr. 650.00 handa „mademoiselle". En það hefur komið í ljós við athugun, að sáralítið af tekjunum rennur í vasa stúlknanna, sem í raun og veru eru og verða þrælar hóruhúsáeigendanna. Nefnd frá hinum sameinuðu þjóðum um málefni kvenna — frú Eleanor Roosevelt er meðlimur hennar — hefur hafið baráttu til útrýmingar skækjulifnaði, mjög á sama hátt og madama Richard. Eitt af því, sem lagt hefur verið til málanna, er það, að skækjulifnað- ur „verði gerður óþarfur efnahags- lega með því að búa svo í haginn fyrir konurnar, að þær þurfi ekki að leita sér lífsviðurværis á þenn- an hátt“ Aðrar „Parísar-ráðstafanir“, sem gætu haft alþjóðaþýðingu gegnum starfsemi sameinuðu þjóðanna, eru: afnám sérhverrar löglegrar eða leyfðrar stöðu, sem byggist á skækjulifnaði, „kröftugar ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir ósæmi- lega meðferð kvenna og barna, og TlEIMILlSRITIÐ 15

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.