Heimilisritið - 01.03.1947, Qupperneq 23

Heimilisritið - 01.03.1947, Qupperneq 23
ið að hann hefði notað kvöldið til að hressa sig á drykkjarföngum. Hóteleigandinn myndi telja Carton góðan gest. Hann drakk mikið og þjónninn gat borið um, að hann hefði ekki verið þar lengi ódrukkinn. Mánudagsmorgun fylgdi dyra- vörðurinn honum að hliðinu, eftir að hafa fengið ríkulega drykkju- peninga. „Það var leiðinlegt að vinur minn skyldi ekki koma um kvöld- ið“, sagði Carton. „Ég þurfti að tala við hann um áríðandi mál. Og maður hefur ekki gott af því að sitja og bíða í þrjá til fjóra tíma, þegar svona margar flöskur eru í nágrenninu". Dyravörðurinn hneigði sig, hreykinn yfir þeim trúnaði, sem gesturinn auðsýndi honum, og þegar Carton ók burt, gat hann verið viss um, að þessi maður myndi leggja sáluhjálpareið út á það, að Carton hefði setið þar allt laugardagskvöldið, beðið eftir vini sínum, drekkandi whisky! Kaldrifjaðir glæpamenn eru jafnan góðir leikarar, og Carton var enginn viðvaningur á sínu sviði. Þegar hann stóð í lyftunni hugsaði hann naumast um það, að eftir nokkrar mínútur yrði hann að Ieika skelfingu lostinn mann, sem finnur þjóninn sinn hengdan í eldhúsinu. Hann var fullkomlega rólegur. Ráðagerðin var löngu þrauthugsuð og hættulegasti hluti hennar var þegár framkvæmdur, enda þótt óþægilegasti hlutinn væri eftir. Hann veitti ungu, fallegu stúlk- unni, sem stóð við hlið hans í lyft- unni, athygli. Hann hafði oft tek- ið eftir henni áður og oft dottið í hug að gefa sig á tal við hana. Hún bjó hinum megin við ganginn og herbergisdyrnar þeirra stóðust á. Þau gengu hlið við hlið inn. ganginn og komu að dyrunum jafnsnemma. Líklega hafði hún ekki verið eins fljót að opna og hann, því þeg- ar hann var kominn inn og var að hengja frakkann frá sér, sá hann, að hún stóð enn við dyrnar og sneri lyklinum. „Á ég ekki að hjálpa yður, ung- frú?“ „Æ, það er víst vonlaust! Ég sé nú, að ég hefi tekið rangan lykil með mér. Hvað á ég að gera!“ „Ef til vill er hægt að nota, ein- livern af mínum lyklum, ég skal reyna að finna þá“. Carton gekk rösklega inn i íbúð sína, gegnum báðar stofurnar — hann lét hurðirnar standa opnar milli þeirra — og opnaði dyrnar að eldhúsinu. Unga stúlkan heyrði hann reka upp hræðsluóp, og andartaki síðar stóð hann frammi fyrir henni með uppglennt augu og skjálfandi hendur, HEIMILISRITIÐ 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.