Heimilisritið - 01.03.1947, Qupperneq 37

Heimilisritið - 01.03.1947, Qupperneq 37
hyrfu, og sjálf varð hún ung stúlka, sem dansaði í örmum Gústafs Ern- bergs meðan fiðlurnar létu horfin sumarlög óma til dansandi æsku. Hljóðfæraslátturinn þagnaði. Hún opnaði augun og sá hvar Ernberg stóð og talaði við Víbekku um stund, unz hann fylgdi henni að borðinu, þar sem írena og Björn sátu. Síðan gekk hann að tröppun- um, sem lágu upp á svalirnar. ,,I>ér skuluð fara niður til unga fólksins, frú Helmersen“, hvíslaði Vera í flýti. — „Ég skal tala við hann“. * * Frú Helmersen kinkaði kolli og fór niður. Eftir andartak stóð Vera Busch andspænis Gústaf Ernberg. • „Vera------!“ „Já. það er ég, Gústaf“. Það leið stundarkorn þar til áhrif endurfundarins hjöðnuðu. Loks spurði hann: „Þú ert ef til vill komin hingað til að sækja dóttur þína?“ „Get ég fengið að tala við þig einslega, Gústaf?“ „Auðvitað“. Hann tók arm hennar og leiddi hana upp til herbergja sinna. Hún gekk að glugganum og horfði út á vatnið. Blærinn bærði lokka hennar. Fjarlægur hljóð- færasláttur heyrðist. Aftur var sem fortíð og nútíð féllu í eitt. Hún áttaði sig og sneri sér að honum. „Gústaf, ég vil helzt ganga hreint til verks. Mér hefur verið sagt að þú hafir mikinn áhuga á Víbekku. Þess vegna er ég komin hingað. Væri þér það móti skapi að segja mér sannleikann í þeim efnum?“ Andlit hans, sem hafði fengið mildan, hugsandi svip á meðan hún hafði staðið við opinn glugg- ann, varð nú hörkulegt. „Ég hef ekkert á móti því. Hefð- irðu ekki komið til mín myndi ég hafa heimsótt þig. Okkur Víbekku þykir vænt hvoru um annað. Ég hef í hyggju að giftast henni“. Vera greip andann á lofti. Hún hafði ekki búizt við, að hann myndi verða svo berorður. „Þér mun vera það ljóst, að slíkt kemur ekki til mála“. „Vera, ætlar þú að reyna að sporna við því?“ „Auðvitað“. „Hvers vegna?“ „Af því að útilokað er að gæfa og gengi fylgi slikum ráðahag, þótt ekkert væri nema aldursmunur- inn“. „O. hvað honum viðvíkur, þá er það ég, sem hef áhættuna“. „Nei, Víbekka hefur líka á- hættu, t. d. þá að verða spillt“. „Ég hygg að í þeim efnum sé engin hætta; hún er hrein og sak- laus stúlka“. „Gústaf, að sjálfsögðu veit ég, að mér er ekki fært að hindra ykk- ur í að framkvæma þetta glappa- HEIMILISRITIÐ 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.