Heimilisritið - 01.03.1947, Blaðsíða 41
„Gústaf — þú hefur þó ekki tap-
að kjarkinum? — Ég á við — fyrr
hcfur litið illa út, og þú alltaf sigr-
að að lokum“.
Hann leit á liana og svipur lienn-
ar tældi bros fram á varir hans.
Hann leiddi hana út á svalirnar.
Stjörnur síðsumarsins blikuðu.
Hann tók símskeytið og reif það
í tætlur, er hann lét fjúka út í
kvöldhúmið.
Þau sáu pilt og stúlku leiðast í
áttina til lágra kletta — Víbekku
og Björn Iíelmersen.
„Auðvitað næ ég mér upp aft-
ur“, sagði hann hálf hranalega.
„Þín vegna vona ég að þú gerir
það, og mér finnst ég eiga skilið
að fá að heyra frá þér af og til,
þrátt fyrir allt“.
Vatnið blasti við þeim.
„Nú er það eins og fyrrum, þeg-
ar ég var ungur og eignalaus, og'
ákvað að komast áfram í lífinu,
hvað sem það kostaði. Þá blés ekki
heldur byrlega í fyrstu“.
Vera þrýsti hönd hans.
„En í þetta skipti máttu ekki
með öllu tapa mér, finnst þér það?“
Hann brosti til hennar.
„Nei“, sagði hann mildum rómi.
„Þú hefur næstum því skuldbundið
þig til að vera förunautur minn“.
E N D I K
Endurreisn
HEIMILISRITIÐ
39