Heimilisritið - 01.03.1947, Síða 52

Heimilisritið - 01.03.1947, Síða 52
DONALD O’CONNOR. . Sp.: Eg ætla nú að byrja á því að þakka þér kærlega fyrir allar skemmtilegu sög- urnar og greinarnar í ritinu þínu. Mig lang- ar til að spyrja þig tveggja spurninga, og vona þú getir svarað þeim. 1. Hvað er Donald O’Connor gamall? 2. Er liann giftur, og ef svo er, þá hverri? Mér ]>ætti einnig gaman að fá að vita eittlivað meira um hann. Ein 17 ára. Sv.: 1. Hann er fæddur í Chieago 30. ágúst 1925. Foreldrar hans voru leikarar og ferðuðust um, ásamt börnum og fleira skylduliði, undir nnfninu „O'Connors-fjöl- skyldan". Hann liefúr leikið í fjölda mörg- um myndum í Hollywood og þá oft með Peggy Ryan. Hann hefur ljósskollitt. hár, brún augu og er grannvaxinn. Á stríðs- árunum kvæntist hann ungri og fallegri stúlku, Gwen Carter að nafni, sem ekki er leikkona. BRÉAVIÐSKIPTI. Sp.: Kæra Eva Adams. Geturðu hjálpað mér til að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku í Ameríku? Eru þar nokkur blöð, sern þú getur vísað mér á? Eg á mikið af enskum sönglagatexlum. Þú varst einu sinni að tala um að ykkur vantaði þá. Ilvernig lízt þér á skriftina? Með fyrirfram þökk. Ein-af tuttugu, Eg hef áður gefið þeim það ráð, sem óska eftir að komast í bréfaviðskipti er- lendis, að senda sendiherrum okkar i við- komandi löndum beiðni um slíkt, ásamt upplýsingúm um aldur og áhugamál. — Hinsvegar vonast ég til þess að ég geti bráðlega vísað á blað í Ameríku, sem tekur við auglýsingum um bréfaviðskipti. Við tökum þakksamlega við vfnsælum erlendum sönglagatextum og leiðbeiningum um, hverjir eru heppilegastir á hverjum tíma. Mér lízt sremilega á skriftina, þótt hún gæti verið vandvirknislegri og þjálfaðri. JUNE ALLYSON. Sp.: Viltu gera svo vel að segja mér, hvar June Allyson á heima og birta mynd af henni ef þú getur. Eg bíð eftir svari. VG. K. H. 1. Sv.: Ég get ekki sagt þér heimilisfang hennar, en ef þú ætlar að skrifa henni, þá er utanáskriftin þessi: June Allyson — Metro-Goldwyn-Mayer Studios — Culver City — California — U. S. A. Þessi utanáskrift er til kvikmyndnfélags- ins, sem hún vinnur hjá, skammt frá Hollywood. Það hefur oft komið mynd af henni í Heimilisritinu, m. a. Iitmynd í maíheftinu 1945, en þó mun ósk þín verða tekin til vinsamlegrar athugunar. Eva Adams. 50 HEIMILISRITI3E)

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.