Heimilisritið - 01.03.1947, Page 59

Heimilisritið - 01.03.1947, Page 59
„Verið þér nú hægar og rólegar, frú: Það er enginn ástæða til þess fyrir yður, að taka þetta svona. Ég er viss um að yður er ekki síður í muna en mér að hafa uppi á þess- um kaldrifjaða morðingja, sem hér hefur verið að verki. Við skul- um því reyna að skilja hvort ann- að og vinna saman. Þér eruð ekki vel hraustar eins og stendur — „Jú, það er ég“, sagði Marcia. „'Og ef þér þurfið að rannsaka húsið mitt, þá skulið þér gera það annað hvort á eftir — eða með — lögfræðingnum mínúm“. Hún var ekki viss um, hvort hún hafði lögfræðilegan rétt, til að krefjast þessa. Að iíkindum hafði hún það ekki. En henni fannst þetta sanngirniskrafa, svo að hún einblíndi ákveðin í hin óútreiknan- legu augu Waits —. „Jæja“, sagði hann allt í einu. „Þér um það. En athugið það, frú, að ég vil reyna að hjálpa yð- ur. Ég vil að þér skiljið það, að við ásökum okkur sjálfa mjög fyr- ir það, sem gerðist hér i gærkvöld. Við höfum reynt að vernda yður og aðra hérna í húsinu, en mis- tekist. Og ég vil að þér skiljið það ennfremur, að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur, til að halda verndarhendi yfir yður, úr því sem komið er. En þangað til við höfum gert morðingjann óskaðlegan, hinsvegar —“. Hann hætti við setninguna og leit dreymandi út í loftið, eins og hann hefði gleymt því, að hún var nær- stödd. Svo bætti hann við fremur kuldalega: „Ég ætla að segja yður, hvern- ig málin standa nú. Og ég geri það hreinskilnislega vegna þess, að ég þarf á hjálp yðar að halda. Ef til viH getið þér skýrt fyrir mér atriði, sem mér eru ekki Ijós — í sambandi við þetta morðmál. Atriði eins og -—“. Hann þagnaði aftur, en hún svaraði engu. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum. „í fyrsta lagi“, sagði hann„ þá er ekkert, sem ber vott um, að um þjóf sé að ræða — þjóf, sem staðinn hafi verið að verki og framið morð til að komast undan. Auk þess er ekki vitað til að nok'kur verðmæti hafi horfið úr húsinu. Allar líkur benda til þess, að morðinginn sé nákunnugur heimilisfólkinu hér og herbergjaskipun. Annað hvort hef- ur hann gripið morðvopnin af handahófi, eða þá að hann hefur hugsað glæpinn nákvæmiega fyrir- fram og vitað hvar þau væru geymd. Hann hefur einnig valið þann tíma, þegar þjónustufólkið var önnum kafið við störf í bak- herbergjunum“. Hann þagnaði andartak, en þeg- ar hún sagði ekkert hélt hann á- fram: „Morðvopnin, já. Við kom- um seinna að skærunum. Blakie læknir og Rob Copley hafa báðir HEIMILISRITIÐ 57

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.