Heimilisritið - 01.03.1947, Page 64

Heimilisritið - 01.03.1947, Page 64
TVÆR LÍNUR. Hvort er Jmð línan A eða B, sem heldur áfram undir strikmyndinni? SPURNIR 1. llvað eru margir metrar í einum deka- metra? 2. Nær nyrsti oddi Danmerkur lengra í norður lieldur en syðsti oddi Noregs? 3. Veiðist makríll hér við land? 4. Hvað hét gríski heimspekingurinn, sem bjó í tunnu? 5. Hvaða efni er í demöntum? AKANDI. Sonur minn og ég lögðum jafnt af stað, hann á mótorhjóli sinu og ég í bílnum mínum. Við fórum sama veg, en hann fór fyrstu míluna með 36 mílna hraða á klukkustund og ég með 26 mílna hraða á klukkustund, svo að ég drógst brátt tals- vert aftur úr honum. Þá hægði hann á sér um eina milu á kiukkustund en ég jók Iiraðann um eina mílu á klukkustund. Þeim hraða héldum \-ið óbreyttum þangað til við urðum jafnir al'tur. Hvað höfðum við þá farið langt?. HANDJÁRNAÐIR. í fangelsinu voru eitt sinn niu svo hættu- legir fangar, að þegar þeim var hleypt út á daginn varð að handjárna þá saman, en þó á þann hátt. að sömu tveir mennirnir hiáttu aldrei hlekkjast saman neinn virkan dag viku hverrar. Á meðfylgjandi mynd sést, hvemig þeir eru sendir út á mánu- degi. Hins vegar átt þú að glíma við það, hvernig þeir skuli hlekkjaðir þrír og þrír saman næstu fimm daga vikunnar, án þess að sömu mennirnir lendi nokkru sinni hlið við hlið. Svör á bls. 6i. 0 62 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.