Heimilisritið - 01.10.1948, Qupperneq 8

Heimilisritið - 01.10.1948, Qupperneq 8
Drengurinn settist, en gamli maðurinn stóð' upp og náði sér í tóbak og pípu og fór að troða í hana. Kristni fannst þetta undar- legt, því að hann þóttist hafa reiknað það út, að afi sinn reykti aldrei í pípu, nema þegar hann var í góðu skapi. Gamli maðurinn kveikti í, leit með mildum svip á dótturson sinn og sagði: „Bráðum förum við, Kristinn minn, að byrja aftur á tímunum okkar“. Drengurinn vissi ekki, hvað hann átti að segja. Var afi hans að gabba hann? Gátu augu hans verið svona blíðleg, þegar hann ætlaði að ávíta hann? „Trúirðu því, að ég hlakka til að fara að lesa með þér aftur?“ „Já“, sagði drengurinn lágt, svo bætti hann við hikandi, því að hann var ekki vanur að vera opinskár við afa sinn: „Ég trúi öllu, sem þú segir, afi“. Gamli maðurinn tók út úr sér pípuna, stóð upp og gekk nokkra stund um gólf og stanzaði síðan fyrir framan drenginn. „Ætlarðu að verða eins dug- legur og í fyrravetur?“ „Mig langar til þess, enda veit- ir víst ekki af, það verður þó nokkuð þyngra en í fyrra“. „Fannst þér þú ekki hafa of litla vasaaura í fyrra? Mér hefur skilizt á mömmu þinni, að þú hefðir farið’ sjaldan á bíó, en ég veit að þú hefur alltaf haft gaman af því“. Drengurinn leit á afa sinn og virtist enn ekki vita á hverju hann átti von, þótt hann trvði því ekki, að afi hans væri að veiða hann í einhverja gildru. „Ég veit ekki um það með vissu, en mig grunar, að þú hafir safnað mestu af vasaaurunum, sem þú fékkst í fyrravetur. Viltu segja mér, hvort þetta er rétt tilgáta hjá mér?“ Drengurinn horfði snöggt á afa sinn, roðnaði, varð vand- ræðalegur og laut höfði. „Viltu ef til vill síður segja mér það?“ „Nei, ég safnaði þeim“. Gamli maðurinn gekk nokkra stund þegjandi um gólf, settist síðan aftur, kveikti í pípunni, sogaði að sér einu sinni, rétti úr sér og blés revknum út í loftið, hallaðist fram með handleggina á hnjánum og pípuhausinn í báð- um höndum, brosti innilega til drengsins og sagði: „Viltu trúa mér fyrir því, af hverju þú safnaðir aurunum og segja mér, hvað þú gerðir við þá, ef þú ert búinn að eyða þeim? Þú þarft ekki að vera hræddur um, að ég segi frá því, ef þú bið- ur mig fyrir það“. Drengurinn leit í augu afa 6 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.