Heimilisritið - 01.10.1948, Page 29

Heimilisritið - 01.10.1948, Page 29
Peter púaði óþolinmóðlega. „Nei, það var engin hætta — fyrir hvorugt okkar! Það er eins og þegar maður ekur blákaldur fram hjá vegvísi, sem stendur á: „Fær, en ótryggur. Umferð á eigin ábyrgð“. Hætta, sem ein- ungis er fólgin í mold og aur — skrölti og rykkjum! Ef ég hefði verið gæddur hetjusál, myndi ég ekki hafa óttast að verða ást- fanginn af yður og telja yður á að verða hetja líka og búa með mér fyrir fimm pund á viku. Nei — þér hafið öldungis rétt fyrir yður! Ef slík hætta hefði verið á ferðum, myndi ég hafa verið hræddur“. „Þér hafið rétt fyrir yður“, sagði hún. „Þér hafið ætíð rétt fyrir yður, Peter! Þér skuluð ekki koma með mér. Sælir!“ Hún sneri sér undan, en í stað þess að fara inn um dyrnar — til skynseminnar, öryggisins og Sam Ludlow, gekk hún eftir gang- stéttinni meðfram klúbbhúsinu. Peter hljóp á eftir henni: „Nóra!“ Hún hljóp frá honum. Hún faldi sig bak við klettana, og þeg- ar hann kom niður í fjöruna, sá hann hana hvergi. Hann hrópaði: „Vertu ekki með þessa vit- leysu, Nóra! Komdu!“ Hún svaraði ekki. Hann beið' bálreiður, unz hann sá hana koma fram úr skugganum í hvít- um sundfötum. Og allt í einu varð honum ljóst, að hún ætlaði að synda út að duflinu. „Gerðu það ekki, Nóra! Það er vitfirring um þetta leyti, á móti straumnum---------“ „Aðeins litlaust ævintýri, Pet- er!“ hrópaði hún. „Það er engin raunveruleg hætta! Bara lítils- háttar áreynsla og þreyta“. Að'ur en hann vissi af, var hann búinn að fleygja frá sér jakkanum, sparka af sér skónum og farinn að synda hratt á eftir henni. Fötin töfðu hann, og hún varð á undan honum að duflinu. Og þegar hann kom þangað, liélt hún í það og hló — hló, en — það vissi hann — ekki að sinni eigin fíflsku heldur hans. „Bjáninn þinn! Því gerðirðu þetta? Hvað — “ „Það er alls ekkert dularfullt, Peter. Eg gerði það, vegna þess að ég er bjáni. Eg er ekki skyn- söm eins og þú. Eg er nógu mik- ill bjáni til að hafa gaman af lit- lausum ævintýrum. Eg er svo mikill bjáni, að ég finn spenning í hættum, sem ekki eru fólgnar í öðru en þreytu og erfiði. Nei, það dularfulla er, að þú skyldir koma, Peter. Þú vissir, að það var óþarfi, að engin hætta var á ferðurn. Þú vissir, að það eina skynsamlega var að bíða í fjör- unni og skamma mig, þegar ég kæmi aftur í landi. Hvað kom HEIMILISRITIÐ 27

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.