Heimilisritið - 01.10.1948, Page 36

Heimilisritið - 01.10.1948, Page 36
andi sig kurteislega fyrir fögrum konum. Hann og amma komu ávallt til Sandringham í vikunni sem 9. nóvember bar upp á, en þá var afmæli hans. Hátíðahöld. Nokkrum dögum áður fór að færast fjör yfir hið mikla hús, eins og tröll, sem er að vakna af svefni, og síðar ætlaði allt að rifna af lífi og fjöri. Fyrst kom smáher af þjónustufólki, og svo, hinn ákveðna dag, lifnaði yfir húsinu með ljósaflóði. Síðan heyrðist marr í mölinni og hófa- dynur barst til eyrna. Það gaf til kynna komu afa míns með 20—30 gesti. Hver karlmaður var með sinn einkaþjón og hver frú með sína þernu. I heila viku var hátíð í Sandringham. Hundruð akurhænsna féllu fyrir skotum veiðimanna dag- lega og eftir kvöldmat var spilað á spil, leikið á hljóðfæri og tal- að um stjórnmál. Ef við' Bertie vorum búnir að læra undir skóla fyrir næsta dag (Mary var ávallt búin), fengum við að skreppa upp á hæðina, eftir tedrykkju, og dvelja í þessum glaða hópi klukkustund eða svo. Það var ekki þar fyrir, að við værum ekki ánægðir heima, en heimsókn til afa og ömmu var eins og vegabréf til annars heims, og það fór jafnan gleðitilfinn- ing um mig, er ég sá ljósin í Stóra húsinu á hæðinni, í kvöld- rökkrinu. Inni í því stóru anddyri, sem gekk undir nafninu „Salurinn“, var mikið af fríðu fólki og loftið hljómaði af röddum þess. I öðr- um enda salsins var hljómsveit Gottliebs, sem sótt hefði verið til London, og hún lék dillandi Straussvalsa, til að sefa æsta veiðimenn eða draga úr von- brigðum þeirra yfir slæmum spil- um á hendi. Hér fékk ég fyrst kynni af hin- um stóra heimi, í tiltölulega þröngum hring konungsfjöl- skyldunnar og hirðarinnar. Hin þröngu húsakynni okkar leyfðu ekki slík boð, og þeir gestir, sem okkur sóttu heim, voru einkum úr prestastétt, eða meðal skipsfélaga föður míns. Frægir menn. I húsi afa míns komu hins vegar frægir menn, eins og t. d. Albert Mensdorf greifi og de So- veral greifi, tveir ambassadorar af eldri skólanum frá Vínarborg og Lissabon; Salisbury lávarður og Rosebery lávarður, báðir for- sætisráðherrar andstöðuflokka, sá síðarnefndi er eini maðurinn, sem sigrað hefur í veðreiðum, á meðan hann bjó í forsætisráð'- herrabústað Breta í Downing 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.