Heimilisritið - 01.08.1951, Page 13

Heimilisritið - 01.08.1951, Page 13
korbinsýru. Vítamínbörnin uxu ekki betur en hin, þau voru livorki sterkari, þolbetri né mót- stöðumeiri gegn sjúkdómum. Vítamínin höfðu heldur ekki veruleg áhrif í þá átt að bæta heilsu sjúkra. Menn hafa gengið úr skugga um, að fólk, sem hef- ur verið orðið tært af langvar- andi hungri (t. d. í fangabúð'- um), hefur sýnt fá eða engin merki um vítamínskort. Næringarrannsóknarstofnun ameríska hersins hefur fyrir nokkru gert mjög mikilvægar rannsóknir á hlutfallinu milli viðurværis, og vinnuafkasta. Eftir ýtarlegar tilraunir á mikl- um fjölda hermanna slógu nær- ingarfræðingarnir því föstu, að hreinn og beinn hitaeininga- skortur væri mesta hættan fyrir heilbrigði og starfsgetu, og að eiginlegur vítamínskortur væri svo sjaldgæfur, að hann komi sára lítið til greina. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að „nær- ingargildi viðurværisins færi fyrst og fremst eftir hitaeininga- fjölda þess. Fái maður nógu margar hitaeiningar í blönduðú, lífrænu fæði, verður þörfinni fyrir öll önnur næringarefni um leið fullnægt“. Þetta er ótvírætt — en það voru hinar kenningarnar einnig, þegar þær komu frarn. Það virð- ist ekki um annað að ræða fyrir leikmenn, en að taka öllum nýj- um „uppgötvunum“ með varúð og skynsamlegri gagnrýni. Sem betur fer er átið ekki ein- ungis verknaður til að' viðhalda brunanum í líkamanum. Það er einnig ánægja. Og engum dettur víst í hug að hætta því, þó vís- indin geti ekki frætt okkur uin allt því viðkomandi. Meðan ekki er til neinn áreiðanlegur mælikvarði, er okkur jafn gott að borða, drekka og vera glöð — með eða án blessunar vísind- anna. ENDIR ÓDÝRAR GÓÐGERÐIR Umrenningur einn tók það ráð, til þess að vekja meðaumkun, að hann lagðist fyrir framan glugga auðugrar konu og fór að bíta gras. Frúin kom þjótandi út að glugganum og sagði: „Ósköp er að sjá þetta maður. Eruð þér svona svangur?“ „Já,“ sagði betlarinn aumingjalega. „Komið þér þá að bakdyrunum, maður. Það er miklu grösugra þeim megin við húsið.“ HEIMILISRITIÐ 11

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.