Heimilisritið - 01.08.1951, Blaðsíða 13

Heimilisritið - 01.08.1951, Blaðsíða 13
korbinsýru. Vítamínbörnin uxu ekki betur en hin, þau voru livorki sterkari, þolbetri né mót- stöðumeiri gegn sjúkdómum. Vítamínin höfðu heldur ekki veruleg áhrif í þá átt að bæta heilsu sjúkra. Menn hafa gengið úr skugga um, að fólk, sem hef- ur verið orðið tært af langvar- andi hungri (t. d. í fangabúð'- um), hefur sýnt fá eða engin merki um vítamínskort. Næringarrannsóknarstofnun ameríska hersins hefur fyrir nokkru gert mjög mikilvægar rannsóknir á hlutfallinu milli viðurværis, og vinnuafkasta. Eftir ýtarlegar tilraunir á mikl- um fjölda hermanna slógu nær- ingarfræðingarnir því föstu, að hreinn og beinn hitaeininga- skortur væri mesta hættan fyrir heilbrigði og starfsgetu, og að eiginlegur vítamínskortur væri svo sjaldgæfur, að hann komi sára lítið til greina. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að „nær- ingargildi viðurværisins færi fyrst og fremst eftir hitaeininga- fjölda þess. Fái maður nógu margar hitaeiningar í blönduðú, lífrænu fæði, verður þörfinni fyrir öll önnur næringarefni um leið fullnægt“. Þetta er ótvírætt — en það voru hinar kenningarnar einnig, þegar þær komu frarn. Það virð- ist ekki um annað að ræða fyrir leikmenn, en að taka öllum nýj- um „uppgötvunum“ með varúð og skynsamlegri gagnrýni. Sem betur fer er átið ekki ein- ungis verknaður til að' viðhalda brunanum í líkamanum. Það er einnig ánægja. Og engum dettur víst í hug að hætta því, þó vís- indin geti ekki frætt okkur uin allt því viðkomandi. Meðan ekki er til neinn áreiðanlegur mælikvarði, er okkur jafn gott að borða, drekka og vera glöð — með eða án blessunar vísind- anna. ENDIR ÓDÝRAR GÓÐGERÐIR Umrenningur einn tók það ráð, til þess að vekja meðaumkun, að hann lagðist fyrir framan glugga auðugrar konu og fór að bíta gras. Frúin kom þjótandi út að glugganum og sagði: „Ósköp er að sjá þetta maður. Eruð þér svona svangur?“ „Já,“ sagði betlarinn aumingjalega. „Komið þér þá að bakdyrunum, maður. Það er miklu grösugra þeim megin við húsið.“ HEIMILISRITIÐ 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.