Heimilisritið - 01.08.1951, Síða 44

Heimilisritið - 01.08.1951, Síða 44
FLUG. — Sjá Loft, Flugvél. FLUGA. — Ef þig dreymir að þú sért áreitt(ur) af flugum, boðar það þér óþægindi í hversdagslífinu. Flugur í draumi eru oft merki um það, að ekki er alit gleymt sem gengið er, og að þú átt á hættu að ýfð verði upp gömul sár. Að drepa flugu er fyrir sigri á mótlæti, en að vera stungin af flugu í draumi er oft fyrir veikindum eða gremju, jafn- vel sorg. Broddfluga f draumi táknar hættulegan óvin. FLUGDREKI. — Að dreyma flugdrcka boðar dreymandanum upphefð og virðingarstöðu, ef flugdrekinn flýgur hátt og vel, enkum ef dreym- andinn stjórnar honum, en falli drekinn til jarðar er það slæmur fyrir- boði. Oft boðar fljúgandi flugdreki ferðalag og góðan búskap. í ást- um er slíkur draumur fyrir góðu. FLUGELDAR. — Dreymi þig að þú sjáir flugelda springa er það oft fyrir- boði farsóttar. Sjá flugeldum skotið er aðvörun til þín um að spenna bogann eki of hátt. FLUGFISKUR. — Sjáirðu þennan kynlega fisk í draumi, skaltu gæta þín á tímanum í kringum miðnætti, því að hann boðar þér ekkert gott. Þinn hjartfólgni (eða þín hjartfólgna) ætti að vita um þessa aðvör- un. FLUGVÉL. — Að dreyma flugvél merkir breytingu. Vera í flugvél: hagn- aður, eða nýir vinir og nýtt umhverfi. Hafa flugvél beint fyrir ofan sig: gerbreyting, jafnframt því sem það cr viðvörun um að gæta ná- kvæmni og varúðar í áætlunum sínum. Að fljúga um loftið er yfir- lcitt talið boða upphefð og velgengni. FLUTNINGUR. — Skyldi þig dreyma að þú sért að flytja búferlum, skaltu vera á varðbcrgi. Þú átt ófyrirleitna óvini, sem einskis svífast. FLÝTIR. —-v Ef þig dreymir að þú sért að flýta þér ákaflega mikið, skaltu vera varkár, einkum varðandi eld. FLÆKJA. — Ef þig dreymir band- eða snærisflækju, er sennilegt að þú munir ciga í einhverjum útistöðum við samstarfsmenn þína fyrr en varir, eða tengdafólk, sértu gift(ur) — það er að segja ef þú stillir ekki skap þitt og forðast deilur. FOLALD. — Dreymi þig folald, mun brátt fjölga í fjölskyldu þinni og það verða tilefni til mikillar gleði. FOR. — Sjá Óhreinindi, Mýri. FORELDRAR. — Það er mjög góður fyrirboði að dreyma foreldra sína vel klædda og ánægða. Venjulega táknar það, að þú munt eiga mjög hamingjusamt líf fyrir höndum. FÓRN. — Dreymi mann að hann sjái fórnarathöfn eða sé sjálfur að færa fórn, er það fyrirboði veizlufagnaðar. FORSETI. — Ef þig dreymir að þú mætir forsetanum, boðar það upphefð. Ef þér finnst hann vera þér óvinveittur, munu fyrirætlanir þínar -bregðast. v.-------------------------------------------------------------------------------J 42 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.