Heimilisritið - 01.08.1951, Síða 45

Heimilisritið - 01.08.1951, Síða 45
-----------—-----s FORSTOFA. — Ef þig dreymir að þú gangir um stóra forstofu eða and- dyri í ókunnugu húsi, merkir það, að þú munt brátt þurfa að taka ákvörðun í mikilvægu máli. Ef ti! vill mun þér ekki verða ljóst, hversu afleiðingarrík ákvörðunin getur verið, en undir henni er kom- ið, hvort þú munir eiga við næg fjárráð að búa eða ekki. FOSS. — Að sjá foss í draumi veit á rósamt og gifturíkt líf. Þú verður ekki auðug(ur), en þig mun heldur ekki skorta öryggi né frið. I ÓTUR. — Dreymi þig fót þinn meiddan, máttu búast við fátækt í hjónabandi, vegna óreiðu maka þíns í peningamálum. Missa fót: atvinnuleysi, eignatjón eða kvalir bíða þín. Ganga haltur: vandræði steðja að. Ganga haltur við staf: þér mun verða hjálpað í aðsteðjandi vandræðum. Brenna sig á fæti: ærutjón. Bólginn fótur: veikindi. Fóta- bað: erfiðleikar. Líkþorn á fæti: miklir peningar í vændum. FRAKKI. — Sjá Yfirhöfn. FRAMTÍÐ. — Ef þig dreymir eitthvað á þá leið, að þú sért horfin(n) úr nútímanum fram í framtíðina, máttu vissulega gleðjast. Þér mun verða gefið nýtt tækifæri, og skyssa, sem þú eitt sinn gerðir, mun gleymast. FRÉTT. — Fréttir, sem þig dreymir að þú heyrir, tákna ávallt það gagn- stæða. FRÍÐLEIKSKONA. — Ef stúlku dreymir, að hún sé eftirsótt fríðleiks- kona á skemmtunum, mun hún brátt kynnast karlmanni, sem hefur það eitt markmið að daðra við hana. FRIÐUR. — Draumur er fjallar um frið, ró og kyrrð, táknar einnig kyrr- láta og friðsama daga. FRÍMERKI. — Að dreyma frímerki boðar þér einhver sambönd við skrif- stofu, sem mun færa þér aukna ábyrgð. FROÐA. — Dreymi þig að þú sjáir froðu ofan á drykknum í glasinu þínu, er það fyrirboði þess, að þú munt innan skamms eyða æmum pcningum í skemmtun, sem þú nýtur ekki nema að litlu leyti. FROSKUR. — Það er fyrir góðu að dreyma frosk. Þér mun vegna vel í stöðu þinni, þú munt eignast góða vini og efnileg böm. Sé draum- urinn þess efnis að þú drepir frosk eða reynir það, boðar það þér hins- vegar margvíslega erfiðleika og jafnvel skjótra æviloka. FROST. — Að dreyma frosthörkur eða hrím er fyrir erfiðleikum, eink- um ef mann dreymir það að sumarlagi. FROSTDINGULL. — Að dreyma frostdingula í þakskeggi er fyrir giftu- ríkum endi á ástarævintýri. Þeim, sem giftir hafa verið, táknar það nýtt hjónaband, hamingjusamara en það fyrra. Verzlunarfólki boðar það heppni. FRUMSKÓGUR. — Ef þig drcymir að þú sért að brjótast í gegnum frum- skóg, er það fyrirboði þess að þú munt eiga í miklum örðugleikum við að ala upp barn, en samt mun það takast vel að lokum. HEIMILISRITIÐ 43

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.