Heimilisritið - 01.09.1951, Side 14
og við höfðuni ekki fyrr hringt,
en hræðilegt öskur barst. um allt
húsið, og stórt tígrisdýr, sem
hafði legið úti í einu horni for-
stofunnar, spratt á fætur og
skreið hægt í áttina til okkar.
Við hörfuðum skelfdir aftur á
bak, en í sama bili hrópaði of-
urstinn, sem nú kom á vettvang:
„Hann er alveg hættulaus —
hefur hvorki klær né tennur!!“
Því næst fór hann að ávíta mal-
ajiskan þjón, sem nú var einnig
kominn, fyrir að láta dyrnar
standa opnar og dýrið liggja í
forstofunni. Malajinn tók
skömmunum með auðmýkt, og
stór api, sem stóð við hlið hans,
hermdi eftir vesaldarlegu lát-
bragði Malajans á hinn skopleg-
asta hátt.
Ofurstinn tók afar vingjarn-
lega á móti okkur og veitti okk-
ur svalandi drykki af rausn, en
eftir hálftíma fórum við. Það
var vinur minn, sem réð því, og
hann vildi vera kominn heim í
gistihúsið, þegar ungfrú Lee
kæmi heim úr ferð, sem hún og
frænka hennar höfð'u farið um
daginn. Margrét Lee var falleg
stúlka, og hún hafði hrifið vin
minn. Hún og frænka hennar,
ungfrú Patter, frumleg, roskin
kona, sem ætíð kom til kvöld-
verðar hlaðin gimsteinum, höfðu
búið eina viku í gistihúsinu. Þær
komu heim um svipað leyti og
við, og þar eð ég sá, að Wynd
var með hugann annars staðar,
skildi ég við hann og fór upp í
herbergi mitt. Þegar ég gekk
upp stigann, hljóp maðúr hratt
niður hann, og mér virtist það
helzt vera malajaþjónn ofurst-
ans, en ekki var ég alveg viss
um það, því nú var tekið að
rökkva.
Um klukkan átta næsta morg-
un vaknaði ég við hroðalegan
gauragang í gistihúsinu. Fólk
hljóp hálfklætt fram í ganginn
og spurði, hvað um væri að
vera, en enginn gat gefið aðrar
upplýsingar en þær, að skelfileg
óp hefð'u heyrzt ofan frá þriðju
hæð Eg var alklæddur og þaut
strax upp, og Wynd á hæla mér.
A þriðju hæð þustu allir í sömu
átt, að herbergi, sem sneri út
að bakhlið hússins; við fylgd-
umst með straumnum og kom-
um að hurð, sein stóð á nr. 90.
„Herbergi ungfrú Patters“, taut-
aði Wynd, „hvað getur hafa
komið fyrir?“ Hann ruddist
gegnum hópinn, sem stóð' skelf-
ingu lostinn við dyrnar, og ég
fór á eftir honum.
Aldrei gleymi ég þeirri sýn,
er ég sá þar inni. A gólfinu lá
ungfrú Lee — dáin, eða alger-
lega meðvitundarlaus, og í rúm-
inu, með höfuðið lafandi fram
yfir stokkinn, lá lík frænku
hennar. Þar var ekkert um að
12
HEIMILISRITIÐ