Heimilisritið - 01.09.1951, Side 17

Heimilisritið - 01.09.1951, Side 17
„Hefði maðurinn, sem rænd- ur var, vaknað' —“ sagði ég. „Þá væri hann ekki á lífi nú“, svaraði Wynd. „Já, þetta er hræðilegt!“ „Vissulega, og þess vegna hef ég líka ásett mér að ráða fram úr leyndardómnum, þó ég verði að nota allt orlofið til þess“. Eg gekk aftur að glugganum, opnaði hann og leit á valhnotu- tréð, sem stóð úti fyrir. „Held- ur þú, að mögulegt sé“, sagði ég, „að fimur maður gæti stokkið frá trénu í gluggann?“ „Nei“, sagði Wynd, „það gæti ef til vill hugsazt, ef glugginn væri opinn, en Simmons fullyrti, að hann hefði verið lokaður — og þó, á hvern hátt annan komst þjófurinn inn? Bíddu við —“ Hann hafði horft vandlega á tréð, en nú fór hann út og kom að vörmu spori aftur með leik- húskíki. Eftir að hafa skoðað tréð í gegnum hann nokkra stund, rétti hann mér hann. „Sérðu nokkuð?“ spurði hann. Ég rýndi á tréð, og mér virt- ist börkurinn á einni af næstu greinunum vera skafinn af, eins og með nögl. Þar að auki voru nokkrir kvjstir brotnir, en það gat verið af stormi. Wynd hafði tekið eftir hinu sama. Við' lokuðum glugganum og fórum niður. Eftir kvöldverð gengum við inn í reyksalinn og þar hittum við Derby ofursta. Ég tók eftir, að Wynd tók hann tali og bað hann ákaft um eitt- hvað, sem hann var auðsjáan- lega tregur til að veita. Það mátti lesa undrun, stolt og móðgun úr svip lians. Að lok- um virtust þeir þó verða ásáttir, ofurstinn hneigði sig síðan og fór út. Þegar Wynd kom til mín, spurði ég hann, um hvað þeir hefðu talað, en hann svaraði, að ég skyldi brátt fá að komast að því. Daginn eftir kom bréf til Wynd, sem hann tók við með eftirvæntingu, sem gaf til kynna, að hann hefði búizt við því. Er hann hafð'i lesið það, sneri hann sér að mér og sagði stutt: „Komdu, við' skulum fara“. Ég fór á eftir honum, og við gengum að hliðinu hjá Derby ofursta. Þá stanzaði ég og leit spyrjandi á hann. „Já“, sagði hann, „í gær varð mér ljóst, eft- ir mikil heilabrot, að lausn gát- unnar myndi að finna í þessu húsi. Derby lofaði mér að senda þjónana burt og leyfa okkur að rannsaka í dag, og það' ætla ég nú að gera. Hann er víst ekki viðstaddur sjálfur, því hann var dálítið móðgaður út af beiðni minni — en það verður nú að hafa það. Ég er sannfærður um, að lausn gátunnar er að finna hér“. HEIMILISRITIÐ 15

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.