Heimilisritið - 01.09.1951, Side 19

Heimilisritið - 01.09.1951, Side 19
Við rannsökuðum hin her- bergin á loftinu, flest voru það svefnherbergi handa þjónustu- fólkinu, og fátt merkilegt þar að sjá. I því síðasta stanzaði ég samt, því þar fann ég enn á ný hinn einkennilega þef, sem ég hafði fundið tvisvar áður. Nú minntist ég á það við Wynd, og hann lofaði að' komast að því, hver byggi í þessu herbergi. Við fórum niður baktröppur hússins og komum niður í dýra- garð ofurstans. Þarna voru alls konar dýr í búrum, og jafnskjótt og þau sáu okkur, hófst hræði- legur samsöngur af tígrisdýra- öskri, apaópum, páfagaupa- gargi o. s. frv. Þarna var apinn, sem staðið hafði við hlið Malaj- ans, sjakalar, slöngur og hlé- barðar. Þefurinn og hávaðinn var lítt þolandi, og ég varð feg- inn að' komast burt. Frá því við komum úr húsi ofurstans var vinur minn þungt liugsandi, og það stoðaði ekkert þó ég spyrði hann um álit hans og fyrirætlanir. Aðeins einu sinni vaknaði hann svo af hugsunum sínum, að hann spurði mig, hvort ég hefði myndað mér nokkra skoðun á málinu, en ég varð að svara honum, að' ég botnaði ekkert í þessum furðu- legu fyrirbrigðum, og þá bað hann mig að trufla sig ekki fram- ar. Eg móðgaðist ofurlítið, þar sem hann hafði beðið mig að koma, og sama kvöldið lagði ég af stað aftur til London. I næstu sex vikur heyrði ég ekki neitt frá Wynd, en svo fékk ég aftur símskeyti, á þessa leið: „Síðasti þáttur harmleiksins, Herbergi nr. 90, verður leikinn næstu nótt. Langi þig til að vera- viðstaddur, myndi það gleðja mig. Hafðu skammbyssu með“. Ég var ennþá dálítið móðg- aður við Wynd, en forvitnin mátti sín meir, og ég sendi hon- um skeyti um, að ég myndi koma. Hann tók á móti mér á stöð- inni. Ég var of stoltur til að spyrja hann um áform hans, og það eina, sem hann trúði mér fyrir, var, að hann ætlaði að sofa í nr. 90 um nóttina, og svo spurði hann mig, hvort ég vildi vera þar honum til samlætis. Auðvitað sagði ég, að það myndi mér mikil ánægja, og hann sagði mér nú, að hann hefði fengið dyravörðinn til að útvega sér herbergi nr. 90, sem verið hafði læst síðan þjófnað- urinn var framinn, og hann ætl- aði að' koma því svo fyrir, að enn yrði að líkindum gerð til- raun til að brjótast inn. Hann hafði útvegað sér dálítið af fölsk- um gimsteinum, sem hann hafði síður en svo farið dult með og sýnt hverjum, sem hafa vildi, HEIMILISRITIÐ 17

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.