Heimilisritið - 01.09.1951, Síða 22

Heimilisritið - 01.09.1951, Síða 22
Hálíur, indverskur vindill lá á gólfinu milli líksins og dýrsins. Ilöfuðið var brotið, og það var auðséð, að' dýrið hafði slegið hann með hramminum, svo hann hafði dáið samstundis. Nú var okkur orðið ljóst, að apinn hafði verið vaninn á að brjótast inn í herbergi nr. 90 með því að stökkva úr trénu í gluggann. Það kom á daginn, að' þegar ofurstinn fyrir þremur ár- um kom frá Tndlandi, hafði hann búið um tíma í Rovalgistihús- inu, og Malajinn hafði þá dval- ið í nr. 90, og hafði þá fyrir venju að iáta apann heimsækja sig, svo apinn hafði þá þegar vanizt á að fara út og inn um gluggann og nota tréð. Lítil askja með áburði fannst hjá líki Malajans. Af honum’var þessi einkennilegi þefur, sem ég hafði fundið. Malajinn, eða ein- hver meðsekur honum, hafði notað hann til að smyrja á þá hluti, sem hann vildi að apinn tæki úr herberginu. Þetta bragð hafði verið margæft uppi í loft- herberginu, og þess vegna var þefurinn þar. Þegar apahræið var tekið burt, kom í Ijós, að hann var með kvenskó á fótunum. Það' var auðsjáanlega varúðarráð- stöfun, sem átti að koma í veg fyrir, að apinn kæmi upp um sig með sínum eigin fótsporum. Trélíkanið hafði bersýnilega verið notað sem æfingapersóna handa apanum. Þegar apinn kom inn í her- bergi nr. 90, byrjaði hann á að þefa af hlutunum, og tók þá, sem rétta lyktin var af, til í sín tösk- una, og jafnframt hafði hann verið vaninn á að skeyta ekki um veruna í rúminu, svo lengi sem hún bærði ekki á sér, en stökkva á hana og kyrkja hana með spottanum, jafnskjótt og hún hreyfði sig. Með því að kippa í spotta, sem bundinn var í krókana á öxliím og hnakka líkansins í loftherberginu, gat Malajinn látið það rísa upp eins og mann, sem vaknar af svefni. An efa hafði Malajinn átt ein- hvern samsekan í gistihúsinu, sem lét hann vita, hvenær eitt- hvað verðmætt var að hafa, og losaði hespurnar á glugganum, svo apinn kæmist inn. Við gát- um ekki hugsað okkur, hver þessi samseki gæti verið, en næsta morgunn var einnar af þernunum saknað, hún hafði farið með lestinni til London um nóttina, og ekkert spurðist til hennar framar. Þegar ég kom til Harrogate nokkrum mánuðum síðar, frétti ég, að Derby ofursti hefði selt húsið og öll villidýrin og flutzt til lítils þorps í Devonshire. ENDIB 20 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.