Heimilisritið - 01.09.1951, Page 23

Heimilisritið - 01.09.1951, Page 23
r -------------------- Hvað dreymdi þig í nótt ? Ýtarlegar draumaráðningar GAMALMENNI. — Það er talið mjög gott að dreyma gamalmenni og boðar manni ávallt gott gengi í heiminum. GAMANLEIKUR. -— Dreymi þig að þú horfir á gamanleik í Ieikhúsi er viðbúið að áhyggjur og kvíði setjist í huga þér, og að þú verðir fyrir einhvcrjum álitshnekki, ef til vjll af völdum einhvers úr fjölskyldu þinni. GAMMUR. — Dreymi þig að þú sjáir gamm, mun einhver vera að skapa þér áhyggjur. Ef þú crt ástfangin(n) skaltu vara þig á skæðum keppi- nauti. Slíkur draumur getur líka táknað það, að einhverju mun verða stolið frá þér. GARÐUR. — Ef þig dreymir að þú sért á gangi um fagran garð, munu miklir atburðir vera framundan í lífi þínu, sem veita þér fyllstu á- nægju til fagnaðar og hamingju. Það er einnig fyrir góðu að dreyma að maður sitji í garði eða sé að vinna í honum, getur jafnvel boðað þér göfugt verkefni. (Sjá SkrúSgarSur, AldingarSur). GARMAR. — Sjá Tötrar. GAS. — Ef þig dreymir að gas lek'i út, eða þú finnir gaslykt, er það að- vörun til þín um, að ástrfður og freistingar munu brátt verða á vegi þínum, og að þú munt þurfa á öllu viljaþreki þínu að halda, til þess að láta ekki bugast. GANGA. — Dreymi þig að þú sért á gangi getur það boðað þér giftingu ef þú ert ógift(ur), en giftum er það stundum fyrir ósamlyndi, jafn- vel skilnaði. Ganga aftur á bak: tap. Ganga á vatni: veikindi. Það er fyrir ánægju og gleði að dreyma, að maður sé á gangi með vini sínum. (Sjá Vegur). GÁTA. — Sé lögð fyrir þig gáta, eða ef þú ferð með gátur í draumi, mun einhver venzlamaður þinn biðja þig mjög undarlegrar bónar. Hugs- aðu áður en þú framkvæmir. GEÐSHRÆRING. — Ef þig dreymir að þú komist í mikla geðshræringu, en ekki þó þér til fagnaðar, er þér óhætt að reikna með því, að bjart- ar vonir þínar rætist. ^-------------------------------- ’___________________ J HEJMILISRITIÐ 21

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.