Heimilisritið - 01.09.1951, Síða 31
Lew fleygði pening á borðið
og byrjaði að renna sér ofan
af stólnum, en hann vissi, að
það var um seinan, því stóri
maðurinn kallaði nú til hans:
„Er nokkuð, sem ég get gert
fyrir yður, karl minn?“
Lew leit burt eins og hann
hefði ekki heyrt, en sá stóri
stóð upp, klappaði sefandi á
öxlina á stúlkunni og gekk
hægt og ógnandi í átt til hans,
ofurlítið yaggandi í göngulagi.
„Er yður eitthvað á hönd-
um?“ sagði hann ertnislega.
„Eitthvað, sem amar að yður?“
Lew hló óstyrkum hlátri.
„Nei nei,“ sagði hann.
„Jæja, á hvað varstu ‘að
glápa?“
Maðurinn gnæfði yfir hann
eins og kjötfjall.
„Ég var bara — bara —“
Lew leitaði að réttum orðum.
„Þér voruð bara hvað?“
Stóri maðurinn gekk fast að
honum, og Lew fann, að fólk
leit við til að horfa á þá. Hann
renndi sér niður af stólnum, og
hann sá að dauft fyrirlitningar-
bros lék um varir stúlkunnar,
og hann fann yínlykt fram úr
manninum. Honum fannst hann
ósköp lítill.
„Þér voruð bara hvað?“
endurtók stóri maðurinn.
„Hún var svo falleg,“ sagði
Lew allt í einu, og vissi þó um
leið og hann sagði það, að þetta
voru ekki réttu orðin.
Stóri maðurinn dró djúpt
andann. „Allt í lagi, komdu
þá.“
Lew færði sig hægt aftur á
bak.
„Áfram,“ sagði sá stóri og
færði sig alveg að honum.
„Bíðið andartak við,“ sagði
Lew rámur.
„Svona. Komdu þá!“
„Hvað er —?“ Lew ætlaði að
mótmæla, en það var of seint;
stóri maðurinn réðist á hann,
og einhvers staðar í þögulli stof-
unni heyrðist hæðnishlátur, og
hann langaði að forða sér á
flótta.
En allt í einu varð hann grip-
inn heitum, blindum ofsa, og
hann barði báðum hnefum í
tryllingi í þúsund fögur and-
lit og ásakandi augu, og högg-
in hittu manninn í kviðinn. Og
þegar stóri maðurinn hraut aft-
ur á bak að barnum og velti
um glasi, sneri Lew sér við og
gekk út, eins hægt og hann
þorði og hvarf samstundis í
fólksstrauminn.
Hann leit ekki einu sinni við,
þegar hann heyrði rödd kalla
langt fyrir aftan sig, en gekk
hratt að neðanjarðarbrautar-
stöðinni og fór heimleiðis með
lestinni.
Marta sat og hlustaði á út-
HEIMILISRITIÐ
29