Heimilisritið - 01.09.1951, Side 32
varpið, þegar hann kom. Hún
horfði á hann taka af sér hatt-
inn, og það fyrsta, sem hún
sagði, var: „Þú gleymdir rjóma-
ísnum enn einu sinni, Lew.“
„Æ, fyrirgefðu, Marta,“ sagði
hann. „Viltu, að ég fari aftur?“
„Nei, það gerir ekkert til,“
sagði hún hægt og leit undan.
„Fyrirgefðu,“ sagði Lew aft-
ur. Hann fór inn í svefnher-
bergið og tók af sér bindið, og
honum var raunar sama, því
hann vissi, að Marta hafði meiri
ánægju af, að hann skyldi hafa
gleymt ísnum, en hún hefði
haft af að fá hann; þannig er
nú sumt fólk. Allir áttu sér
leynd ánægjuefni. Hann settist
á rúmstokkinn og starði á
skóna sína.
ENDIR
HATTURINN
Einn af aðstoðarritstjórunum við víðlesið tímarit, var með nýjan hatt,
þegar hann kom í skrifstofu blaðsins einn morguninn. Meðan hann
sat á fundi meðal ritstjóranna grandskoðaði einn af starfsmönnum tíma-
ritsins hattinn og fór þvínæst út og keypti nákvæmlega samskonar hatt
— lét jafnvel sctja sama fangamarkið á svitaskinnið. Það var aðeins
einn mismunur á —- þessi hattur var þrcmur númerum stærri en hinn
fyrri. Þegar í skrifstofuna kont, skipti hann um hatta. Svo þegar að-
stoðarritstjórinn fór, varð hann furðu lostinn, er hatturinn féll niður
yfir eyrun. Kyndugur á svip athugaði hann hatrinn gaumgæfilega, en
þegar hann sá að jafnvel fangamarkið var rétt, gat ekki verið um annað
að ræða en að þetta væri hans hattur.
Daginn eftir kom hann aftur með hattinn, sem nú virtist hæfilega
stór. Óðara og ritstjórjnn var farinn inn í annað herbergi, tók blaða-
maðurinn hattinn og athugaði hann. Það kom í ljós, að undir svita-
skinnið hafði verið troðið dagblaðapappír. Blaðamaðurinn tók þá papp-
írinn og tróð honum undir svjtaskinnið á hatrinum, sem ritstjórinn
hafði fyrst komið með. Þegar svo ritstjórinn ætlaði að fara, seinna um
daginn, og lét á sig hattinn, sat hann ofan á hvirflinum. Enn leit hann
inn í hattirjn — og fór sjðgn rakleiðis tjl læknis.
30
HEIMILISRITIÐ