Heimilisritið - 01.09.1951, Page 35

Heimilisritið - 01.09.1951, Page 35
brynskápnum var með smelllás, svo það var hægt að skella henni aftur. Auk þess voru aðallega geymd bréf í fremra hólfinu, en peningar og verðbréf voru geymd í innra hólfinu, bak við aðra stálhurð' með galdralæsingu. Engir þekktu lásformúluna nema aðalgjaldkerinn, ungfrú Roberts og prókúruhafi firmans. Þar að auki var skrifstofuhurð- inni læst á hverju kvöldi með' sverri járnslá. Það yrði gert eftir hálftíma. En ungfrú Roberts var mjög samvizkusöm, og hún vildi að minnsta kosti ekki fara fyrr en næturvörðurinn væri kominn. Ef til vill gæti hún samt kom- ið nógu snemma í kvöldverðinn með Anthony. . .. Hún gekk óþolinmóð fram og aftur um skrifstofuna og fór í kápuna og lét á sig hattinn. Anthony myndi sjálfsagt verða gramur, ef hún kæmi of seint. Hann hafði áður sagt við hana: „Góða Ella, þú tekur staa-f þitt allt of hátíðlega . .. mundu, að eftir hálft ár giftumst við, og þá færðu um annað að hugsa!“ „Já, en mér finnst nú, að þeg- ar maður hafi starf, verði mað- ur að hugsa vel um það“, sagði Ella. HUN gekk að einum stóra glugganum og leit niður á göt- una. Hún spilaði með fingur- gómunum á rúðuna. Svo hleypti hún brúnum. Hvernig var það annars? New- man ætlaði í orlof á morgun. Og ef hann héldi svo í ferða- lag, áður en hann tæki eftir, að hann var með lyklana í vasan- um? Þá væri ekki gott í efni. ... „Ég verð að hringja heim til hans“, tautaði hún og rétti út höndina eftir símanum. En hún var of sein, því nú hringdi síminn. UNGFRU Roberts, sem ekki gat hugsað sér að snerta eyri, sem hún ekki átti, myndi án efa hafa orðið' skelfd, hefði hún vit- að fyrirætlanir Newmans yfir- manns hennar. Aðalgjaldkerinn hafði lengi haft í huga að hætta starfi sínu með skjótum og ó- væntum hætti. .. . Og nú var komið að því að framkvæma þessar fyrirætlanir. I kvöld hófst orlof hans. Hann ætlaði sér að fara til lítils þorps í Suður- Ameríku, sem enginn maður í hans stöðu myndi láta sér til hugar koma að' fara til óneydd- ur. Framtíðaráform Newmans áttu rót sína að rekja til dag- legrar umgengni hans við stórar fjárupphæðir. Nú var allt reiðu- búið til að fjarlægja þessar 400.- 000 krónur, sem nú voru í bryn- HEIMILISRITIÐ 33

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.