Heimilisritið - 01.09.1951, Page 37

Heimilisritið - 01.09.1951, Page 37
form hans, væri nú á leið til Viktoríustöðvarinnar, gekk hann rakleiðis að skápnum og opnaði. Hurðin sveiflaðist hljóðlega - á kúlulegunum. Hann kveikti og gekk inn. FYRIR framan hann var hurðin að innri geymslunni. Hann var enga stund að opna galdralásinn. Augun glóðu á- fergjulega, þegar hann sópaði seðlabunkunum niður í töskuna sína. . .. Þegar hann loks var tilbúinn að fara og sneri sér við, stanz- aði nálega í honum hjartað. Það var eins og fæturnir yrðu að brauðdeigi undir honum. Hann kiknaði í knjáliðunum. S,vipur- inn lýsti samblandi af ótta og undrun. I opnum sJcápdyrunum stóð ungfrú Roberts. Hún brosti — sigri hrósandi, sýndist yfirmanni hennar. Við hlið hennar stóð risavaxinn næturvörður, auð- sjáanlega reiðubúinn að taka til höndunum, ef þörf gerðist. „Sækið' lögregluna, Burro\v!“ skipaði ungfrúin. „Og gleymið ekki því, sem þér hafið séð! Þér verðið áreiðanlega látinn bera vitni“. Næturvörðurinn kinkaði kolli og flýtti sér burt. „Bölvuð stelpan!“ hrópaði gjaldkerinn og gerði sig líklegan HEIMILISRITIÐ til að ráðast á hana, en áður en til þess kæmi, skellti hún skáp- hurðinni í lás við nefið á honum. ÞAÐ liðu ekki margar mínút- ur þar til Newman var frelsaður úr prísundinni, en það var ein- ungis til að verða fluttur í aðra örugga geymslu — lögreglustöð- ina. Þar fékk hann nógan tíma til að hugsa um atburðina. En liversu mjög sem hann braut heilann, gat hann alls ekki ráðið fram úr því, hvernig ungfrú Ro- berts hefði komizt á sporið. Það kom ekki í Ijós fyrr en í réttar- höldunum. Hún skýrði frá því, þegar verjandi ákærða gagn- spurði hana. „Eg skildi, að það voru maðk- ar í mysunni“, sagði ungfrúin, „og svo ákvað ég-að athuga mál- ið nánar“. „Já, en hvernig stóð á því, að þér skilduð, að ekki væri allt með felldu?“ spurði verjandinn. Ungfrú Roberts brosti ofurlít- ið. „Gjaldkerinn kom upp um sig, þegar ég spurði hann, hvað klukkan væri. Frá skrifstofunni sér á kirkjuklukkuna, og ég vissi, að hún var næstum hálftíma of sein. Þegar hann svaraði, að klukkan væri sjö, gat ég ekki annað en undrazt, að hann skyldi gefa til kynna tímann eft- ir þeirri klukku, því kirkjuklukk- 35

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.