Heimilisritið - 01.09.1951, Side 40
íngar cn vonir standa til. Roleg yfirveg-
un verður árciðanlega farsælli, og bezt
er að þetta tvennt fari saman. Auðvitað
er ekki hægt að elska eða hætta að
elska eftir eigin geðþótta, en ef maður
einbeitir viljanum, er hægt að byrgja
ást sína þar til skynsemin segir til sín.
Og það er engin hætta á því, að ástin
bíði hnekki við að vera svolítið undir
stjórn.
Áður en þú ákveður að giftast, skaltu
atliuga það, að samkvæmt reynslunni
verða hjónabönd bezt, þegar hjónin
standa jafnt að vígi á sem flcstum svið-
um. Þú skalt kynna þér skoðanir
mannsefnis þíns á þýðingarmiklum
gmndvallarmálum varðandi framtíð ykk-
ar, svo sem börnum og barnauppeldi,
stöðu konunnar, val vina, þýðingu kyn-
ferðismála, félagsmál o. fl. Konan hcf-
ur efni á því að vera vandlát í vali sínu
á eiginmanni nú, síðan hún hefur hlot-
ið sín auknu réttindi og frelsi.
BRÉFASKIPTI ÓSKAST
Óska eftir bréfaviðskiptum við 15—
20 ára pilt eða stúlku. Hejðbjört Jóns-
dóttir, Mýlaugsstöðum, Aðaldal, S.-
Þing.
SVÖR TIL ÝMSRA
Til „Ungrar blómarósar': — Reyndu
að bera á þig sólarolíu. Hæðin á -14 ára
stúlku er ákaflega mismunandi, þótt
þyngdin sé 50 kg —- um það eru engar
reglur. Skriftin er ágæt. — Það kostar
ekkert að spyrja mig, og ég svara flest-
um spurningum, a. m. k. ef fullt nafn
fylgir.
Til „B. G." — Bréfið þitt, sem kom
mcð krossgáturáðningunni, var mjög svo
kærkomið. Það er gott fyrir ritið að fá
svona upplýsingar. — Islenzkur texti
við „Wilhelmina" kom í júníheftinu og
hefur verið sunginn talsvert á skemmt-
unum. Við höfum því miður ekki að-
gang að umgetnu crlendu blaði að svo
stöddu, en vildum gjarnan mega njóta
þeirrar vinsemdar af hálfu bréfritarans
að fá þau lánuð Iitla stund, gegn ein-
hverri þóknun. — Varðandi þéringar, þá
vildi ég helzt að allir þúuðu mig. Heim-
ilisfang mitt er Garðastræti 17, Reykja-
vík.
Til „Ö. S.": — Þú skalt varast að
syngja, meðan þú ert í mútum, og
hlífðu þá röddinni yfirleitt sent mcst.
Skriftin er barnaskólaskrift.
Til „Tótu": — Brjóstið stækkar mcð
Iíkamsæfingum og sundi. Dökkhærðum,
brúneygum og fölum stúlkum fara vel
ýmsir bláir og rauðir litir, en hinsvegar
ættu þær að forðast græna liti, einkum
ef þær eru mjög fölleitar.
Til „Löllu Björk": — Yfirleitt mun
þurfa gagnfræðaskólapróf til þess að ger-
ast hjúkrunarnemi, eða ganga í Hjúkr-
unarkvennaskólann. Lágmarksaldur er
19 ár.
Til „Ljóshœrðrar": — Við mjög Ijóst
hár, blá augu og skæra húð eiga fyrst
og fremst ljósir litir. Fötin eiga ekki að
vera áberandi. Ljós, himinblár litur á vel
við augun, og einnig fjólublár. Sterk-
rauðir litir geta farið þér vel, ennfrem-
ur hunangsgult og sumir brúnir og
grænir litir, þó ekki mjög ljósleitir,
nema þú litir kinnarnar.
Til „Skrifstofustúlku": — Þegar mið-
aldra forstjóri fer að gefa skrifstofu-
stúlku undir fótinn, er einfaldast fyrir
hana að koma kurteislega og ópersónu-
lega fram við hann, án þess þó að sýna
honurn beinlínis kulda. Þótt þetta kunni
stundum að reynast örðugt gagnvart
elskulegum og viðfelldnum húsbónda,
mun hann fljótlega skilja meininguna
og láta stúlkuna væntanlega í friði.
Eva Adams
38
HEIMILISRITIÐ