Heimilisritið - 01.09.1951, Síða 48

Heimilisritið - 01.09.1951, Síða 48
— og mér finnst full snemmt að ..." „O, hann venst því,“ sagði Jim í sannfærandi tón. Það varð hljótt í eldhúsinu, og Donald hlustaði spenntur, unz hann heyrði hæga rödd föður síns. „Tja — það gerir hann lík- lega!“ Svo heyrði hann föður sinn fara út. Donald sneri við og gekk inn í herbergi sitt, þar sem hann stóð úti við glugga með kreppta hnefana. Faðir hans hefði getað bannað Jim að setja upp gildrur, en það hafði hann ekki gert. Faðir hans skildi heldur ekki þetta með vatnið. Það hafði komið fyrir einu sinni áður, að friðlandi þeirra hafði -verið ógnað. Veturinn áð- ur hafði einn af nágranna- drengjunum sem sé uppgötvað, að vatnið var fullt af otrum og bísamrottum. „Það er ekki nema eðlilegt, að drenginn langi til að setja upp gildrur,“ hafði faðir hans sagt. „Við Jim gerðum það sjálfir, þegar hann var smá- patti.“ „Svo lengi sem ég lifi, skal ekki nokkur lifandi maður fá að fara á veiðar eða setja gildr- ur niðri hjá vatninu!" hafði mamma sagt í afar einbeittum tón. „Vatnið tilheyrir mér og Donald. Og dýrin sem þar eru, eru vinir okkar. Við leyfum aldrei, að þeim sé gert mein.“ En nú yar mamma hans ekki framar og gat ekki hindrað Jim í að setja gildrur. Hann hné niður á rúmið og beit á vörina til að stöðva grátinn. SKÖMMU síðar stóð hann upp og' dró lítinn kassa undan rúminu. Hann leitaði í honum innan um fjölda af teikningum af dýrum og fuglum, unz hann fann gamalt leðurveski. Hann taldi peningana sína og flýtti sér niður. Jim var rétt búinn að borða. „Hvað ertu með?“ spurði Jim. „Sex dollara og þrjátíu sent,“ svaraði Donald og lagði pen- ingana á borðið fyrir framan bróður sinn. Jim leit fyrst á peningana og svo á bróður sinn. „Þú mátt líka fá allar bæk- urnar mínar,“ sagði Donald, „og sjálfblekunginn og teikningam- ar og myndirnar — og reiðhjól- ið.“ Rödd Donalds brast af ör- væntingu. Hann hafði boðið fram allt, sem hann átti, en þótt bróðirinn skildi ef til vill meininguna, lét hann að minsta kosti ekki á því bera. Og Don- ald gat ekki útskýrt þetta fyr- 46 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.