Heimilisritið - 01.09.1951, Síða 53

Heimilisritið - 01.09.1951, Síða 53
Eldur! Eldur! Nýlega kviknaði í stórri hótelbygg- ingu í Atlanta í Bandaríkjunum. Liðs- foringi nokkur bjó ásamt konu sinni á tólftu hæð, og þegar þau ætluðu að bjarga sér, sáu þau að eldurinn byrgði allar útgöngudyr. Fólk kastaði sér í ofboði niður á gang- stétrina, og kona liðsforingjans, viti sínu fjær af skelfingu, ætlaði að fara eins að. Framh. af bls. 50. hann lært að gera það sjálfur, sem móðir hans hafði gert fyrir hann áður; hann hafði staðið á eigin fótum og barizt fyrir því, sem hans var. „Við verðum að taka upp gildrurnar, áður en önnur dýr lenda í þeim,“ sagði Jim. „Farðu til baka sömu leið og þú komst, og svo mætumst við hjá hinum vatnsendanum.“ ÞEGAR Jim sneri sér við til að fara, fann Donald hjá sér löngun til að kalla á hann, til að segja eitthvað, en hann kom ekki upp orðunum. Hann sá hann hverfa, og svo lagði hann sjálfur af stað. Honum fannst sem hann svifi eftir stígnum, og honum þótti næstum sem móðir sín gengi við hliðina á sér og horfði á hann hreykin. ENDIB Liðsforinginn greip í handlegg hennar og hótaði að slá hana í rot. ,,Það er ekki öll von úti,“ sagði hann, „ef þú gerir alveg eins og ég segi.“ Fyrst opnaði hann vatnskranana og lét vatnið fossa í baðkerið og vaskinn. Svo tók hann lakið af rúminu, dýfði því ofan í baðkerið, opnaði dyrnar fram í reykfylltan ganginn og hengdi lakið yf- ir hurðina að utan — til þess að varna eldinum að komast í hurðina, eins lengi og unnt væri. Þau hjálpuðust að við að taka dýnuna úr tvíhrciðu rúminu, lögðu hana flata upp að gangdyrunum og drógu snyrti- borðið að, til þess að halda dýnunni að hurðinni. Efri brúnin slútti fram, svo þau létu stól upp á borðið ril frekari stuðnings dýnunni. Liðsforinginn tók vatnshelda bréfakörfu og konan hans blómakrukku, sem þau notuðu til að sækja vatn í baðkerið og gegnbleyta dýnuna. Nú var vatnið orðið tveggja þuml- unga djúpt á gólfinu og hélt áfram að hækka. Herbergið var fullt af reyk. Liðsforinginn opnaði því næst gluggann ofurlítið — ekki svo mikið að gustur kæmi, er myndi örfa eldinn, heldur að- eins nóg til þess að hleypa svolitlu hreinu lofti inn í herbergið. Svo bjuggu þau sér til tjald úr rennblautri gólfá- breiðunni og drógu hana upp yfir höf- uð sér, til þess að verjast reyknum eins og kostur væri. Þau sátu við glugg- ann með nasirnar við gluggakistuna. Þau sátu enn við gluggann, fjórum stundum síðar, þegar slökkviliðsmenn brutust inn í herbergið. Og þau voru lifandi. ENDIR HEIMILISRITIÐ 51

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.