Heimilisritið - 01.09.1951, Qupperneq 59
þér ekki okkur svarta Doyle 200 þús-
und eða meira, ef við vildum hjálpa
yður burt frá Muava?' Er það ekki
rétt?“
„Það er alveg rétt,“ svaraði Joan ró-
lega, „og ég hefði líka staðið við loforð
mitt við ykkur. En þér gleymið að
skýra Sterhng frá einu, og það er ráða-
gerð ykkar, sem gekk út á það, að þegar
þér og Doyle hefðuð lokkað Sterling
til bústaðar ykkar, ætluðuð þér að ráð-
ast á hann og láta hann í hendur þeim
innfæddu, eða með öðrum orðum í
hendur mannætum, og taka svo í ykkar
hendur eignir hans hér, húsið, perlu-
veiðistöðina og hvað það er nú fleira,
sem hann á hér. Ég átti aðeins að vera
nokkurskonar tálbeita, en það var alls
ekki ætlunin að gefa mér frelsi. Þvert
á móti höfðuð þið orðið ásáttir um að
skipta mér á milli ykkar. En ég get
sagt yður, að vinur yðar, svarti Doyle,
ætlaði að „pretta“ yður og eiga mig
sjálfur. Hann gortaði af því, að þér
væruð aðeins verkfæri sitt.“
Þó að andlit Howes væri þakið ó-
hreinindum, mátti samt sjá, að hann
skipti litum og vætti varirnar með
tungubroddinum órólegur.
„Þetta er ekki rétt, það hlýtur konan
að vita,“ mótmælti hann. „Ég meina
hvað því vjðvíkur, að við höfum ætlað
að gera út af við Sterljng og ekki ætlað
að gefa yður frelsi. Það var ekki ætlunin,
að minnsta kosti ekki frá minni hendi.
Slík þorparabrögð myndi ég aldrei hafa
tekið í mál að eiga nokkurn þátt í. Ég
gef yður drengskaparorð mitt upp á
það. Og ef svarti Doyle hefur leyft sér
að tala þannig um mig, skal ég að mér
heilum og lifandi hryggbrjóta hann.
Það getið þér rcitt yður á.“
„Jæja, svo þetta var þá ætlun ykkar!“
sagði Hilary brosandi, en það var hörku-
legt bros og augu hans leiftruðu ógn-
andi. „Mér datt í hug að þessu væri
þannig varið, eða eitthvað svipað, og
nú er ég í rauninni gramur sjálfum mér
fyrir að hafa ekki leyft Ugi að afhöfða
hinn virðulega glæpafélaga yðar. Því
meira, sem ég hugsa um þetta, því
meiri löngun hef ég til að haga mér
gagnvart yður eins og þér ætluðuð að
breyta gagnvart mér og afhenda yður
þeim innfæddu, þorparinn yðar!“
„Nei — nei, heyrið þér, það gæti
yður aldrei til hugar komið, Sterling!“
svaraði Howes bersýnilega mjög hrædd-
ur. „Ég hef aldrei gert neitt á hluta
yðar, svo ég viti, og ég hef heldur
aldrei haft í hyggju að gera konu yðar
— konunni þarna — nokkurt mein.
Lofið mér að fara, og ég skal lofa yður
því, að hálsbrjóta svarta Doyle fyrir
það, að hann ætlaði að gabba mig.
Munið hverju þér lofuðuð mér. Þér
sögðuð ákveðið, að þér skylduð sleppa
mér, ef ég segði yður hvar þér gætuð
fundið konuna og þér fengjuð hana
aftur. Þér hefðuð aldrei fundið hana,
ef ég hefði ekki sagt yður hvar hún var.
Við tölum hér saman eins og tveir
hvítir menn, og þér getið ekki svikið
loforð, sem þér hafið gefið mér.“
„Hvítur maður —; þér kallið sjálfan
yður hvítan mann!“ sagði Hilary hvasst.
„Ef þér eruð hvítur maður, vil ég heldur
vera dökkur. Annars hef ég hugsað
mér að halda yður hér og afhenda
brezku yfirvöldunum yður við fyrsta
tækifæri. Ef skipstjórinn á kaupskipinu,
sem kemur hingað einhvern næstu daga,
HEIMILISRITIÐ
57