Heimilisritið - 01.11.1951, Side 10

Heimilisritið - 01.11.1951, Side 10
Hugsar blaðið héðan á veg í hendi að lenda þinni, og þá á bréfið betra en eg. Bagi er að fjarlægðinni. Kveð eg svo væna veigabil, verndin guðs þér hlífi. Ann eg þér meðán er eg til, eins og mínu lífi. Guð'brandur biskup tók kvon- bænum Páls fjarri og bar því við, að Páll væri kvæntur. Kast- aði Páll þá fram þessari stöku: „Giftur ertu, gáðu að því“, galapín nokkurt sagði. En hvorki sæng né sessi í sést mín kona að bragði. Var þar með lokið kvonbæn- um Páls. Um Halldóru Guð- brandsdóttur er það að' segja, að hún synjaði fjölda biðla. Var hún mjög elsk að föður sínum, svo að hún mátti ekki við hann skilj- ast. Stundaði hún hann af hinni mestu umönnun í veikindum hans, þá er hann var kominn í kör, og stjórnaði raunverulega Hólastól af miklum skörungs- skap. Hún var ágætlega mennt- uð, hafði m. a. lært þýzku, en það var þá nálega óþekkt um íslenzkar konur. Var henni jafn- an við brugðið um atgerfi til sálar og Hkama, höfðingsskap og manngæði. Halldóra varð fjör- gömul, andaðist 1658, hálfníræð. Af Staðarhóls-Páli er það að segja, að hann lét nú af öllum kvonbænum, enda átti hann fá ár eftir ólifað. Hann lézt í önd- verðum aprílmánuði 1598. Börn hans og Helgu voin þrjú. Eitt þeirra var Ragnheið'ur, móðir Brynjólfs biskups Sveinssonar. Margar sögur ganga af Stað- arhóls-Páli, er sýna ýmsar hlið- ar á skaplyndi hans. Bera þær með sér, að hann hefur verið ó- venjulega skarpgáfaður og fjöl- menntaður maður, en jafnframt stórorður, ákaflyndur og of- stopafullur. Hann hefur verið í röð fremstu skálda sinnar kyn- slóðar, og fór þar ekki troðnar slóðir. Með aldrinum hefur farið vaxandi sérvizka hans og und- arlegt háttalag. Segir á einum stað, að hann hafi verið „ofbjóð- anlegur í orðum og lét fátt ótal- a'ð“, en því er hins vegar bætt við, að hann hafi verið „allra manna ófalskastur“. Þess er og getið í sömu heimild, að innræti Páls hafi verið miklu betra en stóryrði hans þóttu benda til. Og hvað sem göllum hans líður, en þeir voru vafalaust margir, verður því ekki á móti mælt, að hann hafi verið einn einkenni- legasti og athyglisverðasti per- sónuleiki sinnar samtíðar. ENDIR 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.