Heimilisritið - 01.11.1951, Blaðsíða 10

Heimilisritið - 01.11.1951, Blaðsíða 10
Hugsar blaðið héðan á veg í hendi að lenda þinni, og þá á bréfið betra en eg. Bagi er að fjarlægðinni. Kveð eg svo væna veigabil, verndin guðs þér hlífi. Ann eg þér meðán er eg til, eins og mínu lífi. Guð'brandur biskup tók kvon- bænum Páls fjarri og bar því við, að Páll væri kvæntur. Kast- aði Páll þá fram þessari stöku: „Giftur ertu, gáðu að því“, galapín nokkurt sagði. En hvorki sæng né sessi í sést mín kona að bragði. Var þar með lokið kvonbæn- um Páls. Um Halldóru Guð- brandsdóttur er það að' segja, að hún synjaði fjölda biðla. Var hún mjög elsk að föður sínum, svo að hún mátti ekki við hann skilj- ast. Stundaði hún hann af hinni mestu umönnun í veikindum hans, þá er hann var kominn í kör, og stjórnaði raunverulega Hólastól af miklum skörungs- skap. Hún var ágætlega mennt- uð, hafði m. a. lært þýzku, en það var þá nálega óþekkt um íslenzkar konur. Var henni jafn- an við brugðið um atgerfi til sálar og Hkama, höfðingsskap og manngæði. Halldóra varð fjör- gömul, andaðist 1658, hálfníræð. Af Staðarhóls-Páli er það að segja, að hann lét nú af öllum kvonbænum, enda átti hann fá ár eftir ólifað. Hann lézt í önd- verðum aprílmánuði 1598. Börn hans og Helgu voin þrjú. Eitt þeirra var Ragnheið'ur, móðir Brynjólfs biskups Sveinssonar. Margar sögur ganga af Stað- arhóls-Páli, er sýna ýmsar hlið- ar á skaplyndi hans. Bera þær með sér, að hann hefur verið ó- venjulega skarpgáfaður og fjöl- menntaður maður, en jafnframt stórorður, ákaflyndur og of- stopafullur. Hann hefur verið í röð fremstu skálda sinnar kyn- slóðar, og fór þar ekki troðnar slóðir. Með aldrinum hefur farið vaxandi sérvizka hans og und- arlegt háttalag. Segir á einum stað, að hann hafi verið „ofbjóð- anlegur í orðum og lét fátt ótal- a'ð“, en því er hins vegar bætt við, að hann hafi verið „allra manna ófalskastur“. Þess er og getið í sömu heimild, að innræti Páls hafi verið miklu betra en stóryrði hans þóttu benda til. Og hvað sem göllum hans líður, en þeir voru vafalaust margir, verður því ekki á móti mælt, að hann hafi verið einn einkenni- legasti og athyglisverðasti per- sónuleiki sinnar samtíðar. ENDIR 8 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.