Heimilisritið - 01.11.1951, Side 41

Heimilisritið - 01.11.1951, Side 41
sem aldrei fellur í freistni“. „Eftir því sem ég bezt veit, hefur þú alla tíð verið fyrirmynd i siðprýði“, skaut Claire inn í. „Já, auðvitað — þú veizt vel, að ég elska Albert af öllu hjarta og mun ávallt verða honum trú, enda þótt ég hafi daðrað dálítið í mesta sakleysi — við bridge- borðin, á ströndinni eð'a í síð- degisteinu — en það varð aldrei meira. Eg hef aðeins í eitt ein- asta skipti verið leidd í alvar- lega íreistni, og það var þegar ég var síðast í Monte Carlo! Þú þekkir auðvitað spilafýsn Alberts. Hann sinnti mér ekkert og varði öllum sínum tíma við spilaborðið, og því gat ég — ef mig langað'i ekki að spila, gert hvað sem mér sýndist. Það var ekkert nýnæmi fyrir mig, ég var þegar orðin þessu vön. Jæja, í þetta sinn var gæf- an alveg sérstaklega hliðholl Al- berti, hann vann stöðugt, sem gerði þetta allt ennþá erfiðara, því að hann tilheyrir þeirri teg- und fjárhættuspilara, sem ekki hætta að spila, á meðan þeir vinna! EN ÞÁ skaut hetjunni í ævin- týri mínu upp. ... Ég hafði fyrst séð hann á ströndinni — líkamsbygging hans var eins og á grísku líkn- eski, dökkt, liðað hár og hlýleg, kolbrún augu, sem voru dreym- andi. Ég varð' þess strax vör, að hann fylgdi mér eftir eins og skuggi þegar frá fyrsta augna- bliki. Honum skaut upp hvar sem ég fór . .. í anddyri gisti- hússins, á strandlengjunni, á skemmtigönguveginum, í barn- um! Við bjuggum á sama hóteli, og hann vissi alltaf nákvæmlega hvenær ég fór út. Þessi þögla aðdáun hafði þeg- ar staðið yfir í viku. Þögli ridd- _ arinn minn var ekki framhleyp- inn, hann reyndi aldrei að nálg- ast mig, en virti mig fyrir sér með' srtóru, brúnu, þunglyndu augunum sínum, þó alltaf í hæfilegri fjarlægð. Þegar hann tók eftir, að ég horfði á hann, sneri hann sér alltaf vandræða- lega undan. Ég skal viðurkenna hrein- skilnislega, að ég var farin að fá áhuga á mínum dularfulla að'- dáanda, háttvísi hans snerti við- kvæman streng í brjósti mér, og ég var farin að óska þess ósjálf- rátt, að liann ávarpaði mig. Hann hafði svo sem oft haft tækifæri til þess, en hann not- færði sér það ekki. Að viku lið- inni var hann þó orðinn svo á- ræðinn, að hann heilsaði mér feimnislega í anddyrinu. Jæja, ioksins hefur hann hert upp hug- ann, hugsaði ég með' sjálfri mér og tók undir kveðju hans, að NÓVEMBER, 1951 89

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.