Heimilisritið - 01.11.1951, Qupperneq 41

Heimilisritið - 01.11.1951, Qupperneq 41
sem aldrei fellur í freistni“. „Eftir því sem ég bezt veit, hefur þú alla tíð verið fyrirmynd i siðprýði“, skaut Claire inn í. „Já, auðvitað — þú veizt vel, að ég elska Albert af öllu hjarta og mun ávallt verða honum trú, enda þótt ég hafi daðrað dálítið í mesta sakleysi — við bridge- borðin, á ströndinni eð'a í síð- degisteinu — en það varð aldrei meira. Eg hef aðeins í eitt ein- asta skipti verið leidd í alvar- lega íreistni, og það var þegar ég var síðast í Monte Carlo! Þú þekkir auðvitað spilafýsn Alberts. Hann sinnti mér ekkert og varði öllum sínum tíma við spilaborðið, og því gat ég — ef mig langað'i ekki að spila, gert hvað sem mér sýndist. Það var ekkert nýnæmi fyrir mig, ég var þegar orðin þessu vön. Jæja, í þetta sinn var gæf- an alveg sérstaklega hliðholl Al- berti, hann vann stöðugt, sem gerði þetta allt ennþá erfiðara, því að hann tilheyrir þeirri teg- und fjárhættuspilara, sem ekki hætta að spila, á meðan þeir vinna! EN ÞÁ skaut hetjunni í ævin- týri mínu upp. ... Ég hafði fyrst séð hann á ströndinni — líkamsbygging hans var eins og á grísku líkn- eski, dökkt, liðað hár og hlýleg, kolbrún augu, sem voru dreym- andi. Ég varð' þess strax vör, að hann fylgdi mér eftir eins og skuggi þegar frá fyrsta augna- bliki. Honum skaut upp hvar sem ég fór . .. í anddyri gisti- hússins, á strandlengjunni, á skemmtigönguveginum, í barn- um! Við bjuggum á sama hóteli, og hann vissi alltaf nákvæmlega hvenær ég fór út. Þessi þögla aðdáun hafði þeg- ar staðið yfir í viku. Þögli ridd- _ arinn minn var ekki framhleyp- inn, hann reyndi aldrei að nálg- ast mig, en virti mig fyrir sér með' srtóru, brúnu, þunglyndu augunum sínum, þó alltaf í hæfilegri fjarlægð. Þegar hann tók eftir, að ég horfði á hann, sneri hann sér alltaf vandræða- lega undan. Ég skal viðurkenna hrein- skilnislega, að ég var farin að fá áhuga á mínum dularfulla að'- dáanda, háttvísi hans snerti við- kvæman streng í brjósti mér, og ég var farin að óska þess ósjálf- rátt, að liann ávarpaði mig. Hann hafði svo sem oft haft tækifæri til þess, en hann not- færði sér það ekki. Að viku lið- inni var hann þó orðinn svo á- ræðinn, að hann heilsaði mér feimnislega í anddyrinu. Jæja, ioksins hefur hann hert upp hug- ann, hugsaði ég með' sjálfri mér og tók undir kveðju hans, að NÓVEMBER, 1951 89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.