Heimilisritið - 01.11.1952, Page 4

Heimilisritið - 01.11.1952, Page 4
Lassi Halldórs: FLÁRÆÐI ÉG HAFÐI verið bezti vinur hans, þegar við vorum í skólan- um. Annars átti hann kost á miklu fleiri félögum en mér, en ég var sá eini, sem hann sýndi nokkurn trúnað. Ef til vill var það vegna þess, að við áttum eitt stórt sameiginlegt áhugamál — músík. Mig dreymdi dagdrauma um sjálfan mig sem mesta píanóleik- ara veraldarinnar, og hans draum- ur var söngur. Og vissulega hafði hann góða, já, undurfagra rödd, sem allir hrifust af. En ég — ég hafði aðeins séð píanó einu sinni, þegar ég fór með frænku minni til höfuðborg- arinnar og fékk að dveljast hjá henni í hálfan mánuð. Hún lék ekki sjálf á píanó, en hinn látni maður hennar hafði verið ágætur píanóleikari. Þá var ég tólf ára og með hugann fullan af draum- um. Mestan tímann, sem ég var hjá henni — suma daga frá morgni til kvölds — hafði ég setið við píanóið og látið fingurna þjóta yf- 2 — Höjundur þessarar stuttu sögu er þornungur og hej- ur aldrei birt neitt ejtir sig áður á prenti. v___________________J ir nótnaborðið. Það voru sælustu stundir lífs míns, en þær vöruðu alltof stutt. Frænka reyndi að fá að halda mér og láta mig ganga í tónlistar- skóla, en pabbi kom með lestinni, daginn eftir að hún skrifaði, og sótti mig. Hann var æfarreiður og skammaði frænku fyrir að vera að reyna að troða í mig allskonar vitleysu, en frænka bara grét — ekki yfir skammaryrðum pabba, heldur yfir því að missa mig. En nokkrum árum síðar dó pabbi, og þá var ekkert lengur til fyrirstöðu, því mamma átti fullt í fangi með að hafa ofan af fyrir systkinum mínum, og frænka hafði óðara skrifað og beðið um að fá mig. Það varð úr, og ég kvaddi vin minn með trega. HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.