Heimilisritið - 01.11.1952, Blaðsíða 12

Heimilisritið - 01.11.1952, Blaðsíða 12
„ÞaÖ get ég fullvissað þig um, aÖ ég vil ekki. . . Hann leit næstum reiðilega á hana. ,,Ó, Peter. . . . Af hverju ekki?“ ,,í fyrsta lagi af því mér er á móti skapi að dansa, í öðru lagi af því ég hef ekki tíma, og í þriðja lagi af því ég á ekki föt, sem ég get verið þekktur fyrir að sýna mig í á slíkum stað.“ ,,Af hverju segirðu ekki blátt áfram, að þú kærir þig ekkert um að vera með mér ? ‘ * ,,Það veit ég ekki. . . .“ Hann var sektarlegur á svip. ,,Er ég þá svona ómöguleg?“ spurði hún. ,,Eg hvorki tek upp í mig né spýti á gólfið eða sting hnífnum upp í mig ..." Hún reyndi að slá þessu upp í spaug. Peter gekk nokkrum sinnum fram og aftur um gólfið, svo stanzaði hann frammi fyrir henni og sagði mjög alvarlega: „Áhugamál okkar eru svo afar ólík, Betty. Eg er nýorðinn að- stoðarlæknir í spítalanum, og er að afla mér eigin viðskiptavina. Þar að auki. £g lifi fyrir það. Ég hef hvorki tíma né löngun til að flakka um með þér og þínum kyndugu vinum. Þeir drekka of mikið, daðra of mikið og taka ekkert alvarlega. Þeir eru . . . eru af annari gerð en ég.“ ,,Þetta held ég þú hafir sagt nokkrum sinnum áður.“ Hún teygði fæturna niður á gólfið, stóð upp og gekk til dyranna. Þegar þangað kom, sneri hún sér við. Það var meiri hryggð en gremja í röddinni, þegar hún sagði: ,,£g get ekki þolað þig og sjálfbyrgingsskap þinn.“ OFT hafði Betty gengið eirðar- laust fram og aftur um herbergið sitt, meðan hún hugsaði og hugs- aði. Gráturinn vildi brjótast fram, en hún bældi hann niður. Hún hafði reykt margar sígarettur. Hún hafði staðið og horft örviln- uð út í sólskinið, út á blátt haf- ið, bjart og lokkandi. Svo gekk hún rösklega niður í setustofuna, tók símann og hringdi. „Robert, það er Betty. . . . Heyrirðu það ? Hvernig ferðu að þekkja sundur málróm allra stúlkna, sem tala við þig í síma ? . . . Nú . . . það var um þetta í kvöld. Eg hef séð mig um hönd. Viltu ennþá hafa mig með ? . . . Eg þakka. . . . En við förum ekki þangað fyrr en tíu, er það ?“ Klukkan tæplega tíu læddist Betty stigann. Hún var í nýja, græna kjólnum sínum, og hélt á lítilli, gylltri tösku. Pabbi henn- ar og mamma sátu í setustofunni, sem var opin. Móðir hennar kall- aði: ,,Komdu og lofáðu okkur að sjá, hvernig nýi kjóllinn fer þér.“ 10 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.