Heimilisritið - 01.11.1952, Síða 13

Heimilisritið - 01.11.1952, Síða 13
Betty gekk inn til þeirra. Mamma lagði frá sér prjónana og pabbi leit upp úr blaðinu. ,,Mér finnst nú samt þú ættir ekki að vera í þessum kjól í kvöld,“ sagði mamma. ,,Hvenær ætti ég þá að nota hann?“ Betty skoðaði sjálfa sig í stóra speglinum. ,,Eg skil ekki, að þú skyldir kaupa svona kjól. Peter verður ekki hrifinn af honum. Mér geðj- ast ekki að honum heldur. Hann er alltof . . . þú getur ekki verið þekkt fyrir að klæða þig svona. Þú ert líka allt of mikið máluð, finnst mér.“ Betty strauk fingri um rauðar varirnar, svo fór hún og lagði kinnina að vanga móður sinnar. ,,Það er margt út á mig að setja í kvöld, mamma ?“ ,,Það er bara eins og þú sért ekki dóttir mín. . . . Eg er að hugsa um Peter.“ ,,Eg ætla ekki að fara með Peter,“ sagði Betty, og það kom móður hennar til að líta upp, ótta- sleginni. ,,Þú hefur sjálf sagt. . . . Hver er það þá ?“ ,,Robert Graham." ,,Það mátt þú ekki, Betty," sagði faðir hennar strangur. ,,Hann er ekki maður handa þér.“ ,,Það segir nú heldur enginn, að við þurfum að giftast, þó við förum saman á dansleik!“ ,,Hann er slæmur." Faðir hennar varð ákafur. ,,Hann er oft ölvaður. Ég veit, að faðir hans, sem hefur gert mikið fyrir ung- lingahælin, tekur svall hans atar nærri sér. Hann hefur ekki einu sinni þorað að láta hann fá starf í firmanu.“ Betty vatt til höfðinu þrjózku- lega : „Robert dansar ágætlega,“ sagði hún. ,,Ef faðir hans væri ekki svona önnum kafinn við að betra aðra, myndi hann ef til vill geta gert meira fyrir son sinn.“ Faðir hennar yppti öxlum. ,,Eg efast ekki um, að Robert sé í raun og veru sæmilegur piltur.“ viðurkenndi hann. ,,Mér fellur bara ekki, að þú sért með hon- um.“ í þessu var dyrabjöllunni hringt. Betty kvaddi bæði föður og móður með kossi. ,,Eg skal sjá um mig sjálf, sagði hún. ,,Þið þurfið engu að kvíða.“-------— ,,Yndisleg músík“ hvíslaði Betty, þegar hún leið fram á dansgólfið í örmum Roberts. ,,Þú ert sjálf yndisleg," svar- aði hann og þrýsti henni fastar að sér. Þau höfðu fengið sér nokkur glös í barnum, það gerði þau bæði örari'í geði. Svo dansaði Betty við John Winters. ,,Hvað hefurðu gert við NÓVEMBER, 1952 11

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.