Heimilisritið - 01.11.1952, Blaðsíða 16

Heimilisritið - 01.11.1952, Blaðsíða 16
,,Það er ekki hægðarleikur að botna í þér,“ svaraði hann. ,,Síð- an þarna um nóttina hefur þú forðast mig, nú viltu allt í einu giftast mér.“ ,,Þú mátt ekki halda, að það sé af tómri hræsni." Hún hallaði sér fram á borðið til hans. ,,Það er ekki vegna sjálfrar mín, að ég vil giftast. Mér getur ekki liðið öllu ver en mér hefur liðið þessa síðustu mánuði, svo ég er ekki hrædd við hneyksli mín vegna. En ég verð að taka tillit til barns- ins.“ ,,Þú ert ekki með öllum mjalla.“ Hann seildist eftir hatt- inum sínum og stóð upp. ,,Ég er ekki einu sinni viss um, að ég eigi barnið.“ ..Setztu niður,“ sagði hún skip- andi. „Þetta síðasta var einungis heimskulegur fyrirsláttur — þú veizt, að það er þitt barn. Þó þú giftist mér ekki verður þér samt stefnt. Það kemur sér ekki vel fyrir föður þinn — vegna baráttu hans til að efla siðgæði æskulýðs- ins. Þú skalt giftast mér, en þú þarft ekki að skoða þig bundinn mér á neinn hátt, þess vegna. Eg reyni að verða þér góð eiginkona. Við verðum að hugsa um, að við höfum skyldur gagnvart barn- • t • ínu. . . . Þegar hún kom heim, sátu for- eldrar hennar í setustofunni. Þau biðu eftir henni með kvöldverð- inn. ,,Ég ætla að giftast Robert Graham,“ sagði hún. ,,Ég á von á barni . . .* v Andartak störðu þau þegjandi á hana, svo tók móðir hennar höndunum fyrir andlitið og fór að snökta. ,,Ó-, Betty, hvernig gaztu gert þetta?" Faðir hennar horfði aðeins á hana. Svo stóð hann upp og gekk út úr stofunni. Hann gekk eins og gamall mað- ur. BETTY var að hengja upp gluggatjöld, kvöld eitt, þegar Ro- bert kom heim. 1 hvert sinn er hún heyrði fótatak hans í stigan- um, varð hún skelfd. Nú stóð’ hann fyrir aftan hana. ,,Hættu þessu,“ sagði hann, fór út og náði í tröppustiga. ,,Ég skal gera þetta ef þú segir mér, hvernig það á að vera.“ Þegar hann var búinn, stóð hann og virti gluggatjöldin fyrir sér. ,,Þetta fer prýðilega,** sagði hann. Hún leit snöggt á hann. Hún vissi ekki, hvort hann var að hæð- ast að henni. Litla íbúðin var búin gömlum húsgögnum úr skrangeymslu foreldra hennar, en það hafði verið gert við þau, og Betty hafði látið veggfóðra í- búðina. Sjálfri fannst Betty stof- 14 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.