Heimilisritið - 01.11.1952, Side 40

Heimilisritið - 01.11.1952, Side 40
Hún gekk í blindni inn í dag- stofuna og seig niður í sófann með lokuð augu. Hún var svo ó- trúlega magnlaus. Það væri gam- an að vita, hvort mamma er enn- þá að tala, hugsaði hún þreytt — ekki af því henni væri ekki sama, bvort Dick hringdi í kvöld eða ekki. Ef hann hringir og heldur, að hann geti hitt mig í kvöld, má hann hugsa sig betur um. . . . En hún gaut þó augunum á úr- ið sitt. Vantaði kortér í átta. Hún fékk tár í augun, en flýtti sér að þurrka þau burt, þegar hún heyrði fjölskylduna koma. Carter kom inn með dagblað undir handleggnum, lét á sig gleraugun og leit á Súsönnu. ,,Hvað amar að þér í kvöld ?“ spurði hann hressilega. ,,Eg er bara þreytt,“ sagði Sús- anna deyfðarlega. ,,Þreytt!“ sagði hann og hlammaði sér niður í stól. ,,Eg hefði gaman að vita, af hverju þú ert þreytt!“ ,,Lofaðu henni að eiga sig,“ sagði frú Carter. Súsanna brosti þakksamlega til móður sinnar. Hún er indæl, hugsaði hún. Auðvitað skilur hún ekkert, en hún er indæl. Síminn hringdi. ,,Nú skal ég svara,“ sagði Sús- anna lágt. Fæturnir skulfu undir henni, þegar hún gekk fram í skuggalegt anddyrið. Það er sjálf- sagt ekki hann, sagði hún með sjálfri sér, en ef það er hann, þá er um að gera að vera kuldaleg og dálítið yfirlætisleg. Hún tók heyrnartólið með ó- styrkri hendi og sagði skjálfrödd- uð: ,,Halló?“ ,,Er það Súsanna ?“ var spurt dimmri rödd. „Já?" ,,Það er Dick Sheldon. Hvað segirðu gott?“ ,,Ó, Dick . . . ég segi allt gott, en þú.“ ,,Allt ágætt. Þú, ég veit, að það er orðið nokkuð framorðið, en ertu nokkuð upptekin í kvöld ?“ ,,Ekki vitund.“ „Hvernig lízt þér á að ég komi og sæki þig eftir svona hálf- tíma ?“ ,,Ágætlega.“ Það heyrðist lágt , ,bless á með- an“ og svo var slitið. Súsanna lagði heyrnartólið á sinn stað og horfði dálítið undr- andi á það. Var það þetta, sem hún hafði beðið svo hræðilega spennt eftir allan daginn ? Og þó fólst svarið í gleðitilfinningunni, sem gagntók hana svo, að henni fannst hálsinn á sér herpast sam- an. Hún gekk með léttum, fjörleg- um skrefum inn í stofuna aftur og 38 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.