Heimilisritið - 01.11.1952, Blaðsíða 50

Heimilisritið - 01.11.1952, Blaðsíða 50
sögur í skrifstofurnar. Á hverjum degi vonaðist hún eftir að heyra frá manninum sínum, en hún fékk hvorki bréf né símhringingu. Þetta var taugaáreynsla. Hún sat fyrir framan arininn og var óróleg, næstum örvilnuð. Hún hafði verið svo sannfærð um, að hann yrði fljótt leiður á þessu kjánalega uppátæki sínu og myndi koma heim aftur. En hann virtist raunverulega hafa gapnan af því. Átti hún að fara aftur til Whitesands, setjast að í gistihúsinu og dvelja þar ? Hún var komin á fremsta hlunn með að láta verða af því. Svo heyrði hún fótatak hans í fordyrinu. Hún þekkti fótatak hans — hún gat þekkt það frá þúsundum fótataka. Hún hafði heyrt það í þrjátíu ár. Dyrnar opnuðust, og hann kom inn. Hann var í sömu fötunum og þeg- ar hann fór. Þau horfðu hvort á annað. ,,John,“ sagði hún. ,,Góða kvöldið, vina mín.“ Hann tók um axlir hennar. ,,Kem ég seint ?“ ,,Ekki of seint?“ ,,Það var gott. Hvert eigum við að fara í kvöld ?.‘ ‘ ,,Við áttum að vera í óperunni í kvöld. Það var ákveðið fyrir mörgum vikum.“ Þannig var það. Þau voru svo upptekin á hverju kvöldi, að það var fyrirfram á- kveðið hvert þau áttu að fara, margar vikur fram í tímann. , ,Ertu með aðgöngumiðana ?“ ,,Já. Eg var alveg búin að gleyma því, annars hefði ég end- ursent þá.“ ,,Allt í lagi,“ sagði Bunting. Hann hataði óperuna. Hann gekk út úr stofunni, og hún heyrði að hann fór upp stig- ann. Tíu mínútum síðar fór hún á eftir honum. Hann stóð fyrir framan spegilinn og festi á sig flibbann. ,,Þá hafði ég rétt fyrir mér, vinur minn,“ sagði hún. ,,Rétt ?“ ,,Já, ég vissi að þú myndir ekki halda það lengi út, að vera ,,lít- ill maður“,“ sagði hún. „Jafnvel þótt þú vildir gjarnan reyna það.“ Hann lagaði flibbann. ,,Ég vona að þú segir engum frá þessu,“ sagði hann. „Auðvitað ekki.“ Hún leit skringilega á hann og spurði ó- sjálfrátt: ,,Hvað amar að, John ?“ Hann hneppti að sér vestinu og togaði það önuglega niður með snöggum rykk. Hann leit niður á gólfteppið og hélt áfram að einblína á það. „Húsbóndi minn var ekki á- nægður með mig,“ sagði hann. ,,£g var rekinn.“ * 48 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.