Heimilisritið - 01.11.1952, Page 55

Heimilisritið - 01.11.1952, Page 55
r ÓGIFT HJÓN — Framhaldssaga eftir MAYSIE GREIG _________________- ★ Nýir lescndur geta byrjaS hér: Kári er að koma til Englands frá Asrralíu. Hann er á scglskútu við ann- an rnann. Á leiðinni hafði hann komið við í Frakklandi, til að heilsa upp á Klöru, unnustu s/na. Utlit er fyrir, að arfur, sem hann átti von á í Englandi, sé honum úr hendi sloppinn. — Meðan hann hafði viðdvöl í Frakklandi, laum- aðist Katrín um borð. Hún á stórauðuga móður, sem hafði ætlað að gifta hana fátækum aðalsmanni. Kári heldur, að hún sé þjófur, því þegar hann finnur hana í bátnum, sér hann að hún hefur skartgripi á sér. Þegar þau kynnast á leiðinni, vcrður hann þó að viðurkenna mcð sjálfum sér, að hún er mjög aðlað- andi stúlka. — Kári fcr á tindan henni í land, til fornvinar síns Wvmans, sem bvr í Chichester, skammt frá ættaróðali Kára. Og þar fréttir Kári, að auglýst hafi verið eftir hjónum til starfa á ættar- óðali hans. Honum dcttur þá í hug, hvort Katrín muni ekki vilja lcika hlut- verk eiginkonu hans, til þess að hann geti fengið aðgang að ættaróðalinu, án þess að láta uppskátt hver hann er. ★ ,,Þar kemur til þinna kasta,“ sagði Kári. ,,Til minna kasta ?“ spurði Katrín dolfallin og starði á hann með galopnum augunum. ,,Eg — ég skil ekki. Hvað kem ég þessu máli við ?“ ,,Jú, ég bað þig um að hjálpa mér,“ sagði hann. ,,Ég þarfnast þess, að þú látir sem þú sért kon- an mín í sambandi við þessa aug- lýsingu. Við getum þá farið sam- an og falazt eftir hinu auglýsta starfi sem hjón; skilurðu ? Auð- vitað“ — frítt andlit hans roðn- aði — ,,auðvitað verður ekkert ósaemilegt í þessu. Þér er óhætt að treysta mér í þeim efnum. Ætl- arðu að vera svo góð og gera þetta fyrir mig ? Þú gerir það ef þú ert góður félagi. Hún sagði mjög seinmælt: ,,Getur þjófur verið góður fé- lagi ?“ Hann lyfti höfði og leit á hana. Það var eitthvað í augnaráði NÓVEMBER, 1952 53

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.