Heimilisritið - 01.11.1952, Blaðsíða 59

Heimilisritið - 01.11.1952, Blaðsíða 59
með yfirborðsmennsku og fágun í framkomu — menn, sem voru að kaupa verkfæri til þess að reisa við hrynjandi hefðarsæti sitt með því að fá ríkt kvonfang — menn, sem höfðu ekki einu- sinni geð í sér til þess að látast vera ástfangnir, eins og Jean Sel- igny. „Þú ert ekki gift, er það ?“ Hann bar fram spurninguna svo fyrirvaralaust að hún vissi í fyrstu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. ,,Nei, af hverju spyrðu að því ?“ ,,Eg veit það ekki. Að vísu ertu ung, en þú ert ein af þeim, sem hið ólíklegasta getur hent. Það er eitthvað dularfullt við þig. Eg veit aldrei hvar ég hef þig. Stundum held ég, að ég þekki þig, en fyrr en varir veit ég, að það er þvert öfugt." Hún^hló aftur. Hann minntist þess, þegar hann heyrði hana hlæja fyrst, og hversu örfandi á- hrif það hafði haft á hann. Nú hreif hlátur hennar hann svipað. ,,Hver veit nema þú kynnist mér betur, þegar við erum orðin — ja — hjón — ógift að vísu.“ „Heldurðu það?“ spurði hann seinlega. Nú greip hættulegur, þving- andi hugblær þau aftur. Andar- tak var hún hrædd við að taka þátt í þessu ævintýri með honum, en fyrr en varði vissi hún, að ekkert gat afstýrt því. Hún sá að hinar stóru, sterklegu hendur hans titruðu, og hannmyndieinn- ig sjá, að hendur hennar skulfu líka, ef hún hefði ekki spenntar greipar fyrir aftan bak. Hún neyddi sig til að segja í léttum tón : ,,Já, það gerirðu áreiðanlega. Jæja, en heldurðu ekki, að það væri rétt, að þú segðir mér hrein- skilnislega, hvað þú ætlast til af mér ?“ Hann fór með hana til lands og heim til Wymans í myrkrinu. Ef þau hefðu beðið til morguns, myndu strandverðirnir ef til vill hafa séð þau, og þeim hefði sjálf- sagt veizt örðugt að komast í land án vegabréfs. En nú fyndist Sammy einn í bátnum. Hún beið frammi í forstofunni, meðan hann fór inn í setustofu Wymanshjónanna til þess að reyna að skýra fyrir þeim, hvern- ig í öllu lá. En strax frá upphafi vissi hann, að þetta var ekkert áhlaupaverk. ,,Það er stúlka hérna með mér — eh — hún heitir Katrín — hm —.“ Sér til skelfingar upp- götvaði hann, að hann vissi ekki ættarnafn hennar. Einhvern tíma hafði hún kersknislega sagt, að ættarnafn sitt væri Jones, enhann vissi að það var uppspuni, enda NÓVEMBER, 1952 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.