Heimilisritið - 01.05.1955, Side 4

Heimilisritið - 01.05.1955, Side 4
var eðlilegt og sjálfsagt að hald- ið væri áfram að spyrja: Hafði maðurinn ávallt verið það, sem hann er nú? Ef svo var ekki, hvernig hafði hann þá orðið nú- tímamaður eins og við þekkjum hann? Og ef hann hefði þróazt frá fyrra og frumstæðara til- verustigi, átti hann þá nokkra nána ættingja, sem hægt væri að sýna að komnir væru í ættir fram af líku foreldri? Af þessum spumingum er það einkum hin síðasta, sem ræða verður nánar. Allir apar — bæði apakettir og svokallaðir mann- apar — eru svo nauðalíkir mönnum að sköpulagi og að nokkru leyti einnig breytni, að augljóst er við fyrstu sýn. Það er vegna þessarar líkingar að dýrafræðingar hafa skipað mönnum og mannöpum — gór- illum, sjimpönsum, órangútön- um — að ótöldum hinum dverg- vaxna frænda vorum, gibbonin- um, í eina fjölskyld-u sem ná- komnum ættingjum. Svo greinileg er þessi líking með öpum og mönnum að marg- ir trúðu því framan af árum þró- unarkenningarinnar, að í öpun- ■um birtust menn á fyrra tilveru- stigi, og væri mannkynið að langfeðratali komið af einhverj- um hinna stórvöxnu mannapa, líklega einna helzt górillum eða sjimpönsum. Rækilegri saman- burður á beinagrindum, heila, vöðvabyggingu og taugakerfi manna og mannapa sýndi að slík ættfærzla gat ekki staðizt. Það kom í ljós að mennirnir líktust ekki fremur einum en öðrum í frændhópnum, en ef svo hefði verið kom enginn hinna til greina. Þessa hefði mátt vænta, ef .mennirnir hefðu átt kyn sitt að rekja til einhvers sérstaks ættföður innan fjöl- skyldunnar. En í stað þess líkt- ust mennirnir öllum þessum frændum sínum nokkum veg- inn jafnt. í sumum greinum voru mennirnir líkari górilla en nokkrum öðrum mannapa, í öðr- um greinum sjimpansa o. s. frv. Væri um bað að ræða að þeir líktust einum meir en öðrum, var það frekast gibboninum litla, og þar næst kannske sjim- pansanum. Hin erfiða þróun mannsins ÁLYKTUNIN sem af þessu mátti draga var ekki sú, að mað- urinn væri afkomandi einhverra af stærri öpunum, eins og við nú þekkjum þá, heidur sú, að á ein- hverju löngu liðnu tímabili ver- aldarsögunnar hefðu stóru ap- arnir, litlu aparnir og maðurinn átt sér sameiginlegan forföður, sem allar tegundirnar væru 2 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.