Heimilisritið - 01.05.1955, Side 7

Heimilisritið - 01.05.1955, Side 7
forfeður okkar þurftu að sigrast á, ekki síður en við. Þegar rannsakaðar eru sann- anirnar fyrir uppruna og ætt- erni mannsins, verður að taka tvær tegundir staðreynda til greina, í fyrsta lagi tímatal myndunarfræðinnar, sem sýnir breytingarnar, sem hafa orðið samfara þróuninni, og í öðru lagi tímatal framþróunarinnar, þar sem sannanirnar birtast í tíma- röð. Síðara fyrirkomulagið ætti að sýna, ef ályktanirnar eru dregnar á réttan hátt, að hin frumstæðari afbrigði hafa orðið til á undan þeim þroskaðri. Það geta verið undantekning- ar, sem orsakast af sérstökum kringumstæðum, eins og þegar úrkynjun hefur komið í stað þró- unar, en það ætti að vera hægt að slá fastri þeirri reglu, að því eldra sem afbrigðið sé, því frum- stæðara sé það. Til að meta á réttan hátt skyldleika hinna ýmsu fyrri af- brigða hins frumstæða manns, sem fundizt hafa, er nauðsyn- legt að vel skiljist hvernig þess- ar tvær tegundir staðreynda eru notaðar. f fyrsta lagi, röksemdirnar viðvíkjandi myndunarfræðinni. Ef við lítum á þróun kynjanna, þá sjáum við, að eftir því sem kynslóðir líða, eiga ýmsar breyt- ingar sér stað, sem valda því, að síðustu afkomendurnir eða lokakynslóðin, er á ýmsum svið- um ólík fyrstu foreldrunum, þó þau séu greinilega skyld, alveg eins og síðustu afkomendurnir eru ólíkir sín á milli. Þegar slík þróun er athuguð, sést að breytingarnar verða með þeim hætti, að alhæf afbrigði verða að sérhæfum gerðum. Til dæmis getur al'hæft afbrigði hafa breytzt til að hæfa sérstöku umhverfi, eins og heimskauta- refurinn hefur fengið hvítan feld til að hæfa snjónum og svört húð negrans verndar hann fyrir hitabeltissólinni. Einfalt dæmi getur kannske skýrt þetta nánar. Foreldrar fimm barna geta komið í stað hinna alhæfu afbrigða. Sérhvert barnanna líkist á vissan hátt báðum foreldrunum, en hvert fyrir sig eru þau að meiru eða minna leyti ólík hverju öðru. Þegar afkomendur hinna fimm barna fæðast kynslóð eftir kyn- stóð, þá ummyndast gerð hinna upphaflegu foreldra hjá hverj- um ættlið og þeir verða einnig sífellt ólíkari hver öðrum. Mis- munurinn afmarkar sérhvern ættlið, sem sérhæfa gerð. Þetta má sýna á ýmsan hátt, t. d. með mælingum, lýsingum eða ljos- myndum. MAÍ, 1955 5

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.