Heimilisritið - 01.05.1955, Qupperneq 8

Heimilisritið - 01.05.1955, Qupperneq 8
Hvenær birtist maðurinn. EF VIÐ hefðum fullkomið safn af slíkum mælingum eða myndum af öllum einstakling- um allra kynslóðanna, þá væri hægt að benda á ummyndanirn- ar, sem hin alhæfu afbrigði upp- haflegu foreldranna hafa tekið til þess að framleiða hin sérhæfu afbrigði lokakynslóðanna. Það má líta á mennina og stóru ap- ana sem síðustu kynslóð slíkrar fjölskyldu. Til allrar óhamingju vantar okkur upphaflegu for- eldrana og marga af milliliðun- um. Takmarkið með myndunar- fræðilegum rannsóknum á lif- andi meðlimum fjölskyldunnar og þeim leifum, sem fundizt hafa af öpum og mönnum, er að gizka á og fylla í eyðurnar varðandi ættkvíslina og jafnframt að komast að einhverri niðurstöðu um hvernig, á hvaða hátt og á hvaða stigum þróunarinnar þær breytingar hafa orðið, sem nú aðskilja hina ýmsu fjölskyldu- meðlimi. Nú skulum við snúa okkur að hinum cronilogisku sönnunum. Það er augljóst aö hin ýmsu sýnishorn af frum- manninum — sýnishorn, sem fundizt hafa á ýmsum tímum grafin í mölina, og fleirum, sem hulin eru undir yfirborði jarðar, er ekki hægt að tímasetja eftir venjulegum leiðum. Slíkt skipu- lag þarfnast fastákveðins upp- hafsstaðar, eins og kristilegt tímatal hefur fæðingu Krists, tímamælikvarða eins og ár — sólar, tungl eða almanaks — og skrásetningaraðferð svo sem tákn í tölum, skrásett. Ekkert af þessu finnst svo að hægt sé að tímasetja frummenn- ina. Eina ráðið til að komast að einhverri niðurstöðu varðandi aldurinn á sýnishornum af frum- manninum og aldri þeirra sín á á milli, er að rannsaka nákvæm- lega eiginleika jarðlaganna, sem sýnishornin finnast í, og bera þau saman við önnur jarðlög til þess að ákveða aldurshlutföll þeirra. Það er auðvitað nauðsynlegt að jarðlögin hafi ekki verið hreyfð til þess að fullvíst sé, að sýnishornið sé jafn gamalt og jarðlagið, og einnig að beinin hafi ekki komið í þau á síðari tímabilum, til dæmis á þann hátt að þau hafi fallið í jarð- sprungu, eins og sumir halda að hafi átt sér stað með Rhodesiu- manninn í Suður-Afríku, eða þau hafi verið jarðsett þar. Þeg- ar samband og skyldleiki hinna ýmsu jarðlaga hefur verið á- kveðinn, er til orðið jarðlaga- tímatal. 6 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.