Heimilisritið - 01.05.1955, Qupperneq 10

Heimilisritið - 01.05.1955, Qupperneq 10
steina með því að flísa úr þeim, hafði byrjað að lifa í hellum, og líkamir þeirra dauðu voru grafn- ir í gólfinu, sem til var orðið úr alls konar rusli sem fylgdi lífinu þar, eða þeir voru yfirgefnir til að verða villidýrum að bráð og leifar þeirra að þekjast smám saman, eða fyrir tilstuðlan þeirra er síðar tóku sér bólfestu í hellinum. Ábending um aldur beinaleifanna fæst með því að rannsaka hvaða dýraleifar, verk- færi o. s. frv. finnast hjá þeim. Því miður er slíkri aðstoð, eins og tímatal hellisbúans, ekki til að dreifa um sýnishorn frum- mannsins, og þá sízt hin elztu, og verða menn þá að álykta um tímabilið af aldri hinna órösk- uðu öskuhauga, sem bein hellis- búanna finnast 1. Hafa haúgar þessir, sem að mestu eru leir og möl myndazt af árframburði, eða fyrir tilstilli skriðjökla þeirra, er mynduðu hinn vold- uga íshjálm, sem þakti allan norðurhluta jarðkringlunnar á ísöld. Aldur klettanna Á SAMA hátt og fornleifa- fræðingar hafa rannsakað hauga sína, hafa jarðfræðingar rann- sakað klappir þær, sem mynda yfirborð jarðar, þar með talinn fyrrnefndur leir og möl. Þeir hafa flokkað þær eftir þeirri röð, sem jarðlögin liggja hvert ofan á öðru, í stórfelld kerfi eða flokka, þar sem hver flokkur svarar til sérstaks jarðfræði- tímabils, sem aftur nær yfir óralangan tíma, þ. e. þegar jarð- lög þessa tíma voru í sköpun. Ennfremur er að finna í jarð- lögum þessum eða niðurburðum steinrunnar leifar jurta og dýra, sem nú eru að mestu aldauða. Steingervingar þessir sýna, eftir tegund sinni, ekki eingöngu hvernig loftslagi hefur verið háttað á þeim tíma, heitt eða kalt, rakt eða þurrt, heldur er fjöldi þeirra jafnframt „sér- kennilegur“ eða „einkennandi“ steingervingar, þ. e. þá er að- eins að finna í vissum jarðlög- um og hvergi annars staðar; hve- nær sem þær finnast ásamt öðr- um leifum gefa þær bendingu um tímatal. Þær sýna að leifar þessar, sem þær finnast í sam- bandi við, hljóta að vera frá sama jarðfræðitímabili og þær sjálfar. Því er það að ef bein frummannsins finnast í malar- lagi, þar sem jafnframt er að finna bein mammútdýrsins og loðna nashyrningsins, þá sýnir það, að þessi maður hlýtur að hafa verið uppi á sama tímabili ísaldar og þessar ófreskjur. (Framhald) 8 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.