Heimilisritið - 01.05.1955, Side 17
Ég er veiðimaður af ástríðu,
en í mér býr líka uppfinninga-
maður, og nú hafði mér komið
til hugar, að hægt myndi að búa
til leirskíði, svo maður kæmist
líkt og fuglinn fljúgandi um yf-
irborð þessa ótrygga staðar. í
því skyni hafði ég búið út tvo
tréstokka, sem minntu á skíði og
höfðu rækilega uppbeygða
trjónu að framan. Leirskíði
þessi hafði ég látið liggja í olíu,
þar eð ég gerði ráð fyrir, að eft-
ir að þau hefðu verið gegnvætt
í slíku efni, myndi leir síður
tolla við þau.
Ég reyrði nú eykjuna við
moldarbakkann, hlóð byssuna
mína og skreiddist yfir á eyna
sjálfa. Með gætni steig ég fyrstu
skrefin á leirskíðunum, sem virt-
ust duga prýðilega. Þau festust
ekki við leirinn og skildu svo
til engin för eftir sig, því þungi
minn jafnaðist niður á tiltölu-
lega stóran flöt.
Ekki leið á löngu þar til ég
var ég einna líkastur skordýri
því, sem nefnt er „skautahlaup-
arinn“. Léttilega barst ég yfir
hættulegt aurflæmið. Ég var
stoltur yfir uppfinningu minni.
ÉG HAFÐI þegar lagt að velli
marga fugla og var í hreykni
minni farinn að hlakka til að
að koma heim og sýna feng
minn. En ég var heldur fljótur
til að gleðjast! Þar sem ég var
á leið til að taka upp niðurskot-
inn spóa, brast í sundur bind-
ingin á öðru skíðinu, og ég kast-
aðist fram yfir mig. Hugsunar-
laust setti ég hendurnar fyrir
mig, en sökk við það niður í
leirinn upp að öxlum. Og þarna
sat ég fastur eins og fluga á
flugnaveiðara.
Ég reyndi að ná handleggjun-
um upp úr, en gerði þá uppgötv-
un, sem olli mér sams konar til-
finningu og ég væri að reyna
að lyfta sjálfum mér með því
að toga í þá skó, er ég hafði á
fótunum, — þá hræðilegu upp-
götvun, að ég var á stöðugri leið
niður, sökum þyngdarlögmáls-
ins, en gat hins vegar ekki spyrnt
í neina mótstöðu. Kviksyndið
hélt mér sem skrúfstykki. Ég
brauzt um og snéri mér í eilífð-
artíma, áður en ég fékk losað
handleggina, en sá litli ávinn-
ingur var dýru verði keyptur,
því að búkur minn og fætur
höfðu þrýstst epnþá lengra nið-
ur fyrir víkið.
Við snarpt viðbragð tókst mér
að losa hægri fót minn úr skíða-
bindingunni, því mig var tekið
að verkja í hann tilfinnanlega.
vinstri fóturinn hafði losazt úr
henni um leið og hún brast. Ég
gerði tilraun til að ná skíðunum
MAÍ, 1955
15