Heimilisritið - 01.05.1955, Qupperneq 22

Heimilisritið - 01.05.1955, Qupperneq 22
hús. En móðir hennar vildi ekki heyra það nefnt. Hún sagðist ekki vilja, að litla stúlkan sín spilltist af leikhúsinu, hún átti að verða dama. Hún hélt, að hún gæti haft taumhald á Kit með því að senda hana á gamaldags heimavistarskóla, en þar skjátl- aðist henni. Uppreisnarhugurinn ólgaði í Kit. Kit var frá fyrra hjónaband- inu og í fyrstu hafði Lesley ekið til leikhússins í Rolls Royce bílnum sínum með litlu ljós- klæddu stúlkuna sína við hlið sér og fólkið hafði klappað þeim lof í lófa. En nú, þegar Lesley nálgaðist fertugsaldurinn, leit hún nokkuð öðrum augum á þessa átján ára gömlu dóttur sína. Faðir Kit var dáinn og þær mæðgur höfðu erft stórfé eftir hann. Lesley hafði gifzt aftur og unnið hvern stórsigurinn á fæt- ur öðrum í leikhúsum Lundúna- borgar. Litla ljósklædda stúlkan var orðin há og grönn stúlka og svo fögur, að ljótur kjóll gat ekki dulið fegurð hennar, ung vera, sem þráði að kasta sér út í lífið, metnaðargjörn og hug- myndarík stúlka, sem Lesley réði ekki við. Auk þess var býsna óþægilegt að sýna sig við hliðina á svona stálpaðri dótt- ur. Dyrnar opnuðust, og Lesley brunaði inn, íklædd silkislæðum Júlíu í svalasýningunni í „Rom- eó og Júlía“. Hún var fögur. Það var aðeins eftir nána athugun, að menn tóku eftir grönnum hrukkum við hin fögru augu, eða eftir smáslappleika undir hökunni, sem Jukes nuddaði vandlega kvölds og morgna. Hún bauð Kit velkomna með kossi og settist framan við speg- ilinn um leið og hún tók af sér litla, perlum skreytta húfu. Hún var með dökka hárkollu, langar fléttur niður á herðar, en liði umhverfis andlitið. Hún hneppti hvíta kyrtlinum frá sér í skyndi, og Jukes stóð reiðubú- in með græna flauelskjólinn, sem hún átti að vera í í næsta þætti. Hún hafði með eftirtölum fengið að leika hlutverk Júlíu og tekizt það prýðilega, enda þótt leikdómarnir væru dálítið háði blandnir á köflum. „Ó, Jukes, hjálpaðu mér,“ hrópaði hún. Svo sneri hún sér að Kit: „En hvernig líður barn- inu? Ertu ekki þreytt eftir ferðalagið? Hvenær kom lest- in?“ „Klukkan átta,“ svaraði Kit kuldalega og beygði sig niður, svo móðir hennar gæti snert kinn hennar með máluðum vör- unum. ,,Og komstu hingað alein i 20 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.