Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 25

Heimilisritið - 01.05.1955, Blaðsíða 25
þinn! Smánastu strax úr kjóln- um!“ „Mér þykir þetta leitt, Lesley, en . . . “ „En hún sagði fram Romeó og Júlíu fyrir mig,“ sagði Jan Beverley og kyssti á hönd Les- leyar og fann að höndin skalf. Hann hélt áfram: „Og hún gerði það alveg prýðilega. Dóttir yð- er er efni í afbragðs leikkonu, góða mín.“ Lesley dró höndina að sér. „Jan Beverley, viljið þér gera svo vel og fara. Ég vil ekki láta rugla Kit í ríminu.“ „Má ég ekki bjóða henni með mér í næturklúbb?“ sagði Jan. „Eruð þér ekki til í það, Kit?“ „Ja?“ Hann fékk full greini- legt svar í ljómandi augum Kit og látbragði. „Kit!“ Lesley sendi dóttur sinni ásökunaraugnaráð, og rödd hennar skalf. Jan gat ekki ann- að en dáðst að fegurð hennar. „Ætlarðu að fara frá mömmu þinni fyrsta kvöldið, sem þú ert heima?“ „Nei, Lesley, — fyrirgefðu mér. Ég hafði ekki hugsað um það.“ Lesley brosti, það var sem skin eftir skúr. Hún tók um hönd hennar og lagði sig alla fram til að ná fullu valdi yfir henni. „Þú verður hjá mér, er það ekki, elskan mín?“ „Jú,“ svaraði Kit auðmjúk, munnurinn titraði eins og á krakka. Jan hélt til dyra með hend- urnar grafnar djúpt í buxnavas- ana og fyrirlitningu í augum. Hann sneri sér við í dyrunum og leit við. „Kjölturakki,“ sagði hann harðneskjulega við Kit. Svo fór hann. Kit rauk upp með leiftrandi augu og knýtti hnefana. Lesley reyndi að sefa hana. „Kærðu þig kollótta um hann Jan. Hann er svo vitlaus og ímyndunarveikur. Hann er bara móðgaður af því, að þú tókst ekki tillit til hans.“ Kit vissi, að móðir hennar sagði ósatt. Hún vissi, að þessi lýsing á Jan átti að nægja til þess, að Kit færi að standa al- gerlega á sama um hann. En þar skjátlaðist henni. Lesley flýtti sér í síðu, svörtu kápuna, sem hún átti að nota í næsta þætti, en á meðan talaði hún mij/dilega við Kit. „Vertu nú ekki svona niður- dregin, elskan. Þú verður að fyr- irgefa mömmu þinni það, að hún vill helzt eiga litlu stúlkuna sína ein. Ég hef stritað mikið til þess að halda þér frá leiksviðinu, Kit, MAÍ, 1955 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.