Heimilisritið - 01.05.1955, Side 33

Heimilisritið - 01.05.1955, Side 33
Danslagafexfar Úr síðustu danslagakeppni SKT UPP TIL HEIÐA (Lag: Tólfti September. — Hófundur Jjóðsins ókunnnr. — Hlaut j. verðlann Nýju dansanna) Upp til lieiða oft mig seiðir cinhver dulin þrá. Finn þá greiðar fjallaleiðir fram við vötnin blá. Létt, ef þori, liggja sporin lágum byggðum frá. Eins og vorið endurborinn út ég Icggjast má. O, fylg mér til fjalla t um fjarlæga slóð, er vornóttin vefur storð { vafurglóð og svanimir syngja hinn sætasta óð. I eyrum manns óma blítt þau ástarljóð. I laut, við lindarnið við leggjumst hljótt, er blundar blómafjöld tim bjarta nótt. Og svo kemur sólin og sendir oss yl. — Já, víst er á vonn gott að vera til. EYJAN HVÍTA (Lag: Svavar Benediktsson. — Ljóð: Kristján frá Djúpalœk. — Hlaut 2. vcrðlaun Nýju dansanna) Pó litla, hvíta eyjan vor sé ekki af akurjörð og dýrum málrni rík, hún á því mcir af fjallatign og frelsi og fegurð hennar virðist engu lík. Og þó að stundum yrði hart um haga, cr hafísbreiður þöktu vík og fjörð, hún varð í augum dætra og sona sinna, cr sólin skein, hið bezta land í jörð. En líkt og fyr, í öllum æfintýrum, hún álög þung af grimrrtum nornum hlaut: Og prinsessan varð blásnauð betlikerling og beiskar raunir féllu henni í skaut. En vcl skal sérhvert æfintýri enda og enn fór hér, sem kusu vonir manns, því Kotungs-sonur kom og leysti hana og kóngsríkið og prinsessan varð hans. Og því skal aðeins glaða söngva syngja, þó sólargangur styttist undir haust. Það getur ekkert grandað því, sem ástin fékk gróðursett og; varið endalaust. o o \ MAÍ, 1955 31

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.