Heimilisritið - 01.05.1955, Page 35
RÖDD
FYRST og fremst verðum við
að forðast geðshræringar, sagði
dr. Meynell í þessum borgin-
mannlega tón, sem sumir lækn-
ar brúka við sjúklinga sína.
Hjartað er ekki eins sterkt og
það ætti að vera, en það er eng-
in ástæða til að vera órólegur.
Þó væri ef til vill ráðlegt að láta
setja lyftu í húsið. Hvað álítið
þér sjálfar?
Frú Harter var áhyggjufull á
svip.
En það var dr. Meynell ekki.
Hann virtist þvert á móti harð-
ánægður með sjálfan sig. Ein
aðalástæðan fyrir því að hann
kaus fremur ríka sjúklinga en
fátæka var einmitt sú, að hann
gat gefið hugmyndaflugi sínu
lausan tauminn þegar hann gaf
ríku fólki fyrirmæli um aðferð-
ir til að ná bata.
Saga eftir
I I
j Agatha Christie j
i i
i i
i i
að handan
■ i
i Skuggi fangelsisins \
\ grúfbi yfir Charles. \
i En hatin átti að erfa !
j luð Mary frœnku, og j
i sð henni látinni yrði !
j honum borgið. ... j
— Jú, lyftu þurfið þér að fá.
yður, bætti hann við Og svo
skulum við reyna að forðast allt
óþarfa umstang og erfiði. Stutt-.
ar göngur í garðinum á daginnv
en ekkert klifur upp brekkur og
hjalla. Og umfram allt ekki
hugsa of mikið um sjúkdóm;
okkar.
Læknirinn talaði miklu frjáls-
.legar við frænda gömlu konunn-
ar, Charles Ridgeway. — Mis-
skiljið mig ekki. Frænka yðar
getur lifað í mörg ár enn. Hins
vegar gæti óvænt geðshræring
orðið henni að bana. Hún verður
að lifa rólegu og kyrrlátu lífi, en
hún verður þó að hafa eitthvað
sér til afþreyingar til þess að
bægja frá sér þunglyndinu.
Charies Ridgeway var um-
hyggjusamur, ungur maður,
Sama kvöld ráðlagði hann
MAÍ, 1955
33